Villt þú verða tjaldvörður ?
Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið en það vita menn hjá sveitarfélaginu Skagafirði og því hefur nú verið auglýst eftir rekstraraðila fyrir tjaldsvæðin í Varmahlíð og á Sauðárkróki fyrir sumarið 2010.
Er þarna um að ræða tímabilið frá maí - september 2010. Eru áhugasamir beðnir um að skila inn tilboðum og/eða hugmyndum að rekstrarfyrirkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í síma 455 6000 eða í netfang heidar@skagafjordur.is
Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2009