Viltu vera með sölubás, opna vinnustofu eða veita afslátt á Prjónagleði?
Prjónagleði verður haldin á Blönduósi nú um hvítasunnuhelgina, 7.-10. júní. Er þetta í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og er það Textilmiðstöð Íslands ásamt samstarfsaðilum á Blönduósi sem að henni stendur.
Í tilefni af Prjónagleðinni verða sölubásar í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar er áhersla lögð á að kynna prjónavörur og þjónustu sem eru í boði fyrir áhugasama prjónara og líka fyrir þá sem hafa gaman að því að skoða eitthvað fallegt. Úrvalið af vörum hefur aukist ár frá ári frá því hátíðin var fyrst haldin. Þeir sem áhuga hafa á að vera með sölubás eru hvattir til að snúa sér til Jóhönnu Erlu Pálmadóttur hjá Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi!
Í ár verður hægt að kaupa armband þar sem innifaldir eru fyrirlestrar Prjónagleðinnar og einnig eru margir aðilar á Norðvesturlandi sem veita ýmsan afslátt við framvísun armbandsins. Þeir aðilar sem bjóða afslætti eru kynntir sérstaklega á heimasíðu Textílmiðstövarinnar, textilmidstod.is. Þau fyrirtæki og stofnanir sem vilja veita afslátt í tengslum við Prjónagleðina geta nálgast nánari upplýsingar um fyrirkomulag hjá Jóhönnu.
Jafnframt verður boðið upp á opið hús hjá listafólki og ýmsum söluaðilum á Norðvesturlandi í tengslum við Prjónagleði þann 10. og 11. júní (mánudag og þriðjudag). Með því vilja aðstandendur hátíðarinnar hvetja fólk til að dvelja lengur á svæðinu og upplifa hvað það hefur upp á bjóða. Þeir aðilar sem vilja vera með og vera með opið þessa daga eru beðnir að tilkynna um það til Jóhönnu.
Jóhanna Erla Pálmadóttir veitir allar nánari upplýsingar um ofangreind atriðið hjá: johanna@textilmidstod.is
Nánar um Prjónagleðina 2019 hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.