Virðisaukaskattur verði endurgreiddur af veiðum á ref og mink
Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður er fyrsti flutningsmaður að frumvarpi til laga sem nýlega var lagt fram á Alþingi, þar sem kveðið er á um heimild til endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna refa og minkaveiða. Hér er um að ræða baráttumál sveitarfélaga, einkanlega þeirra landmeiri og sem einnig eru í ýmsum tilvikum fámenn.
Flutningsmenn frumvarpsins eru þingmenn úr fjórum þingflokkum á Alþingi, allra nema hreyfingarinnar. Þeir eru auk fyrsta flutningsmanns, Einars K. Guðfinnssonar: Tryggvi Þór Herbertsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ásbjörn Óttarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Kristján Þór Júlíusson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jón Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ásmundur Einar Daðason.
Með frumvarpinu fylgir ítarleg greinargerð og fylgiskjal sem hvoru tveggja varpar ljósi á þær ástæður sem fyrir því liggja að fara þá leið sem frumvarpið leggur til. Sjá HÉR