Vogmær við Hofsós
Djúpsjávarfiskurinn vogmær finnst æ oftar í fjörum landsins en hann hefur verið sjaldséður furðufiskur. Vogmærin heldur sig í 300-500m dýpi en kemur upp að ströndinni þegar eitthvað bjátar á og drepst.
Björgvin Guðmundsson fann þessa vænu vogmær sem mældist 158 cm á lengd og 13, 5 kg. að þyngd og hafði synt upp í fjöru sunnan við ósinn á Hofsósi og var greinilega drepast. Ekki fylgir sögunni hvað Björgvin hyggst gera við fiskinn.