Vonbrigði með fjöldann

Það eru ákveðin vonbrigði að að slátrun hafi ekki orðið meiri hjá KS í ljósi þess að við greiddum hæsta verð, Segir Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðardeildar KS en þar á bæ voru um 103 þúsund dilkum slátrað í haust.

-Þetta sýnir kannski betur en annað að bændur eru tryggir sínum afurðastöðvum og að verð til bænda er ekk sá liður sem ræður hvert farið er með sláturfé. Ágúst segir að slátrun hafi gengið einstaklega vel og þakkar það fyrst og fremst frábæru starfsfólki sem Kjötafurðastöðin hafði yfir að ráða í haust.

Mikil sala hefur verið bæði á innlendan og  erlenda markaði. Ástandið í þjóðfélaginu setur þó svip sinn á sölu afurða þó með þeim hætti að salan er áfram góð en færist meira yfir í ódýrari vöruflokka en minnkar á móti í dýrari vörum eins og fersku lambakjöti.

Fleiri fréttir