Vormót Molduxa 18. apríl
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.03.2009
kl. 09.00
Lýðræðislegur félagsfundur Molduxanna, félags eldri körfuboltaspilara á Sauðárkróki, ákvað í gær að árlegt vormót Molduxa verði haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 18. apríl næst komandi.
Nánari upplýsingar um mótshaldið og fleira gagnlegt verður birt hér á vefnum mjög fljótlega. Alfreð Guðmundsson og Valbjörn Geirmundsson verða í forsvari vegna mótsins og munu þeir kynna ákvarðanir sínar er nær dregur . Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og verið hefur.
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Molduxa
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.