Vörn Tindastóls gaf sig í síðari hálfleik

Frá leik Tindastóls og Augnabliks hér heima síðastliðið haust. Ekki hafðist sigur þá frekar en í gær. MYND: ÓAB
Frá leik Tindastóls og Augnabliks hér heima síðastliðið haust. Ekki hafðist sigur þá frekar en í gær. MYND: ÓAB

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli lék annan leik sinn í Lengjubikarnum í gær en þá heimsóttu strákarnir lið Augnblika í Fífuna í Kópavogi en bæði liðin eru í 3. deild Íslandsmótsins. Liðin leika í 3. riðli B-deildar og samkvæmt leikskýrslu voru 30 áhorfendur á leiknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik gaf vörn Stólanna sig í síðari hálfleik og gerðu Kópboys þá fjögur mörk. Lokatölur 4-0.

Fyrsta markið gerði Ellert Hreinsson úr víti á 50. mínútu og Blikarnir gerðu þrjú mörk á síðasta stundarfjórðungnum. Ellert bætti við öðru marki sínu á 75. mínútu og þremur mínútum síðar fullkomnaði hann þrennuna. Leikmaðurinn með fína nafnið, Brynjar Óli Bjarnason, rak síðan smiðshöggið á sigurverkið með marki á 85. mínútu.

Næsti leikur Tindastóls er hér heima næstkomandi sunnudag kl. 14:00 en þá koma grannar okkar í KF í heimsókn á teppið ef veður og aðstæður leyfa. Þess má geta að KF tapaði fyrir liði Augnablika í fyrstu umferð, 1-0, en Kópboys tefldu fram ólöglegum leikmanni og töldust því hafa tapað leiknum 0-3.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir