Ýmis störf í boði á Sauðárkróki

Á Sauðárkróki vantar  deildarstjóra, kerfisstjóra, héraðsfulltrúa, vaktstjóra og bifreiðastjóra, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir utan fjölbreytt sumarafleysingastörf hafa áhugaverðar stöður verið auglýstar undanfarið og er af mörgu að taka. 

Meðal annarra óskar Landgræðslan eftir að ráða héraðsfulltrúa með aðalstarfssvæði á Norðurlandi vestra. Héraðsfulltrúinn vinnur að jarðvegs- og gróðurvernd og uppbyggingu vistkerfa m.a. með því að stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. Starfsmaðurinn þarf að vera tilbúinn til að taka þátt í þróun starfsins og breytingum sem kunna að verða á starfinu og vinnustaðnum.

Advania leitar að öflugum kerfisstjóra til að bæta í teymi tæknimanna sem veita viðskiptavinum fyrirtækisins kerfis- og notendaþjónustu. Í starfinu felast verkefni í fjarþjónustu eða hjá viðskiptavinum en meðal helstu verkefna er almenn þjónusta, bilanagreining og rekstur upplýsingakerfa.

Íbúðalánasjóður þarfnast tveggja deildarstjóra, annars vegar á húsnæðisbótasviði og hins vegar í þjónustuveri. Meðal helstu verkefna eru dagleg stjórnun þjónustuvers og bakvinnslu í samræmi við stefnu og hlutverk Íbúðalánasjóðs, dagleg umsjón með verkefnaáætlun og árangursmælingum og þátttaka í þróunar-, umbóta- og átaksverkefnum.

Í Sjónhorni, sem kemur út í dag, er auglýst eftir matreiðslumanni og vaktstjórum í nýja sýndarveruleikasetrið á Aðalgötunni 1238-Baráttan um Ísland, sem opna mun í maí, og Vörumiðlun vantar bílstjóra.

Þá er hægt að sækja um ýmis sumarstörf hjá sjúkrahúsi og sveitarfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir