Rabarbarahátíð á Blönduósi þann 29. júní
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.06.2024
kl. 09.54
Á Blönduósi í gamla bænum verður Rabarbarahátíð eða Rhubarb Festival haldin hátíðleg laugardaginn 29. júní frá kl. 12-17. Megin ástæða fyrir þessari skemmtilegu nýung er að heiðra minningu forfeðra okkar og formæðra sem nýttu rabarbarann eða tröllasúruna, eins og sumir kalla hann, mikið betur og þótti hin mesta búbót hér áður fyrr. Í dag vex rabarbarinn mjög víða í gamla bænum en er, því miður, lítið sem ekkert nýttur. Það er því tilvalið að vekja aftur upp áhugann á því að nýta hið fjölæra grænmeti sem rabarbarinn er og fræða fólk um sögu hans bæði hérlendis sem og erlendis.
Meira