Námskeið í „No dig/No till“ aðferð í ræktun í Víðihlíð í Húnaþingi vestra þann 1. júlí
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.06.2024
kl. 14.50
Hjónin Þórunn MJH Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson hafa stundað öfluga hvítlauksræktun að Neðri-Brekku í Dalabyggð í nokkur ár en nú vilja þau deila reynslu sinni með áhugasömum á námskeiði sem haldið verður í Víðihlíð, Húnaþingi vestra, mánudaginn 1. júlí kl. 16:00. Þau eru frumkvöðlar í svokallaðri „No dig/No till“ aðferð í ræktun hérlendis og hafa kynnt sér aðferðafræðina bæði í orði og á borði. Aðferðin er einnig kennd við „lagsagna“ en þar sér náttúran sjálf um ræktunarvinnuna í hverju lagi fyrir sig. Enginn aðgangseyrir er á námskeiðið og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig á netfangið hlediss@gmail.com eða skrá sig á viðkomandi viðburð á facebook.
Meira