F. Jónsson stækka trésmíðaverkstæði sitt um ríflega helming
feykir.is
Skagafjörður
03.05.2024
kl. 13.32
Talsvert hefur verið byggt af iðnaðarhúsnæði á Sauðárkróki nú í vetur og þar á meðal má nefna að F. Jónsson byggingaverktakar hafa verið að stækka við sig. Friðrik Þór Ólafsson, starfsmaður F. Jónsson, segir að með byggingunni sé verið að rúmlega tvöfalda stærð aðstöðu þeirra en við eldra húsnæðið bætast nú 800 m2. „Innan þessarar nýbyggingar eru aðallega geymslur fyrir ýmisleg tengt okkar stafsemi en þar að auki er gert ráð fyrir vélskemmu og nýrri skrifstofu og aðstöðu starfmanna,“ segir Friðrik.
Meira