Mikil spenna fyrir VÍS bikarnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.03.2024
kl. 10.13
Það er bikarúrslitalaugardagur framundan og það verður norðlensk sveifla í Laugardalshöllinni með dassi af keflvískum hljómagangi. Leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitunum karlamegin hefst á slaginu 16 en klukkan 19 mætir sprækt lið Þórs Akureyri sterkum Keflvíkingum kvennamegin. Það má því reikna með rífandi stemningu í Höllinni og vonandi hörkuleikjum. Fyrirpartý stuðningsmanna Tindastóls hefst á Ölveri kl. 13 og þar verður eflaust gaman.
Meira