Í dag sinnir Guðmundur Óli Pálsson sinni síðustu vakt samkvæmt uppsettri vaktskrá hjá Lögreglunni á Sauðárkróki en formlega lætur hann af störfum nú um mánaðarmótin.
Guðmundur hóf störf sem héraðslögregluþjónn árið ...
Það er ekkert kreppuhljóð í Jónínu Friðriksdóttur, garðyrkjubónda á Laugarmýri en Jónína segir að blómasala fari vel af stað og sjálf sé hún sannfærð um að salan verð með blómlegasta móti.
-Fólk ætlar minna að ver...
Nú liggja fyrir úrslit í nafnasamkeppni Selaseturs Íslands, en þar voru krakkar hvattir til að senda setrinu tillögur að nöfnum á gripina sem standa á lóð setursins. Á næstu dögum verður skiltum með nöfnum gripanna og höfunda...
Nú er nýlokið gleði-, skrúðgöngu og grilli hjá Árskóla á Sauðárkróki en allir nemendur skólans tóku þátt og glöddust saman í lok skólaárs. Hér fyrir neðan má sjá myndir af atburðinum.
Leið hefur hefur sent Blönduósbæ erindi þar sem óskað er eftir því að gert verði ráð fyrir Svínavatnsleið í aðalskipulagi Blönduóssbæjar sem nú er í vinnslu. Hugmyndir Leiðar gera ráð fyrir að þjóðvegur eitt fari u...
Sjö umsóknir bárust Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem sótt var um að gerast rekstraraðili fyrir Menningarhúsið Miðgarð. Er þetta í annað sinn sem auglýst er eftir rekstraraðila fyrir húsið.
Í fyrra skiptið kom einn aðili ...
Nemendur í 7., 8. og 9. bekk Grunnskóans á Blönduósi og foráðamenn þeirra eru boðuð til fundar í skólanum í dag en á fundinum verða kynntar fjölbreyttar valgreinar næsta skólaárs.
Mikið úrval er í valgreinum en krakkarnir ...
Undirbúningur fyrir sumaropnun hjá Byggðasafni Skagfirðinga er í fullum gangi. Þótt sýningar í Glaumbæ og í Minjahúsinu á Sauðárkróki opni ekki með formlegum hætti fyrr en í júní þá er komin vakt á Glaumbæ og margir hópar...
Gönguklúbburinn Tréfótur í Húnaþingi vestra fer í sína fjórðu ferð laugardaginn 30. maí n.k.
Í þetta sinn verður gengið meðfram Þverárgili (Núpsgili), í Núpsdal og komið niður í Austurárdal.
Er ferðin ætluð öl...
Nú klukkan tíu mun leggja af stað frá Árskóla við Skagfirðingabraut heljarmikil skrúðganga nemenda skólans. Ætlar hersingin að skunda upp á spítalatúnið og syngja fyrir vistmenn og starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar.
Svo er...
Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Feykir sagði frá því síðastliðið vor að KUSK, Kolbrún Óskarsdóttir (fædd 2003), hefði sigrað Músíktilraunir 2022 og verið fyrsti einstaklingurinn til að vinna Tilraunirnar frá upphafi vega. Kolbrún á ættir að rekja í Skagafjörðinn og því var hún plötuð í að svara Tón-lystinni nú fyrir jólin og fékk raunar nokkrar aukaspurningar. „Ég er dóttir Óskars Arnar Óskarssonar og því barnabarn Óskars [læknis] Jónssonar og Aðalheiðar Arnórsdóttur. Ég ólst mestmegnis upp í Svíþjóð þar sem pabbi og mamma voru í sérnámi fyrir lækninn en eyddi mörgum sumrum í Dalatúninu á Króknum,“ segir Kolbrún en rétt er að geta þess að móðir hennar, Ingibjörg Hilmarsdóttir, er frá Vopnafirði en fjölskyldan býr nú í Vesturbænum í Reykjavík.