Fréttir

Ætlaði í sund en endaði á að gifta sig

Á síðasta degi ársins 2022 er það skagfirska Vordísin, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, listakona, sem fær þann heiður að gera upp árið. Það er nú sannarlega engin lognmollan þegar elskuleg Sigurlaug Vordís er annars vegar og það er óhætt að fullyrða að dagskráin hennar hafi verið þéttskipuð á árinu og stefnir í svo verði einnig á því næsta.
Meira

Rúmlega 65 þúsund manns heimsóttu Byggðasafns Skagfirðinga á árinu

Í áramótakveðju Byggðasafns Skagfirðinga sem birt er á heimasíðu þess segir að starfsfólk hafi haft í nógu að snúast á líðandi ári enda gestafjöldinn aldrei verið meiri en safnið tók á móti 65.437 manns árinu. Fyrra metið var frá árinu 2016 en þá voru gestirnir 46.051.
Meira

Mættum flatir í þennan leik, segir Helgi Rafn um tap Stóla í gær

Valsmenn gerðu góða ferð í Skagafjörðinn í gær þegar þeir kræktu í sigur í Síkinu gegn Stólum í Subway deildinni. Leikurinn var ansi kaflaskiptur þar sem Valsarar náðu góðu forskoti í fyrsta leikhluta 17 - 28 sem reyndist heimamönnum að jafna. Það gerðu þeir þó í fjórða leikhluta og höfðu sigurinn í höndum sér í lokin en lokaskotið geigaði sem þýddi framlengingu.
Meira

Gert ráð fyrir sæmilegu veðri á Norðurlandi vestra yfir áramótin

Spáð er frekar leiðinlegu veðri á landinu á gamlársdag og fram að hádegi á nýársdag en það eru þó einkum íbúar vestan- og sunnanlands sem fá að finna fyrir skellinum. Hér á Norðvesturlandi er gert ráð fyrir austan 5-13 m/sek á morgun og snjókomu á köflum. Dregur heldur úr frosti.
Meira

Fyrirsætur fyrr og nú

Það er alltaf gaman að því þegar lesendur Feykis eða fylgisfólk sendir okkur línu eða mynd. Nú skömmu fyrir jólin fóru nemendur Varmahlíðarskóla í morgunferð og heimsóttu Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ. Í hópnum voru þrír krakkar sem prýtt höfðu forsíðu Jólablaðs Feykis árið 2013.
Meira

Vill sjá nýsköpun, grósku og eldmóð á nýju ári

Katrín M Guðjónsdóttir tók við af Unni Valborgu Hilmarsdóttur sem framkvæmdastjóri SSNV í sumar. Katrín er viðskipta- og markaðsfræðingur en hún flutti norður í land í sumar en eiginmaður hennar, Pétur Arason, var ráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar. Katrín gerir upp árið í Feyki.
Meira

Sigríður Soffía Þorleifsdóttir íþróttamaður USAH 2022

Sigríður Soffía Þorleifsdóttir var kjörin íþróttamaður USAH fyrir árið 2022 en frá því var greint á samkomu í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í gær. Sigríður Soffía keppti fyrir Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps í frjálsum íþróttum á árinu, bæði á Héraðsmóti USAH og Meistaramóti Íslands í öldungaflokki sem fram fór á Sauðárkróki 27. ágúst. Þar gerði hún sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í hástökki í sínum aldursflokki 55-59 ára.
Meira

Stórleikur í Síkinu í dag þegar Valsarar mæta á Krókinn

Lið ársins, tveir af þjálfurum ársins og íþróttamaður ársins í Skagafirði verða í eldlínunni í dag þegar topplið séra Friðriks Friðrikssonar af Hlíðarenda, Valur, mætir á Krókinn. Valur hefur verið í bullandi sókn í vetur og situr í öðru sæti Subway-deildar, með jafnmörg stig og Keflavík, 16 stig en lakara stigahlutfall en Stólar, sem hafa átt í vandræðum vegna meiðsla og annarra kvilla leikmanna, sitja í 6. sæti með tólf stig.
Meira

Íþróttamaður USAH 2022 krýndur í dag

Í dag, 29. desember, kemur í ljós hver hlýtur nafnbótina Íþróttamaður USAH 2022 en boðað hefur verið til samkomu í Íþróttamiðstöðinni sem hefst klukkan 17:30. Sjö einstaklingar frá fjórum aðildarfélögum hafa verið tilnefndir í hinum ýmsu íþróttagreinum en einnig verða veittar viðurkenningar fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, sem aðildarfélögin tilnefndu sjálf, og fyrir sjálfboðaliða ársins.
Meira

Slökkvilið Skagastrandar breyttist úr áhugamannaliði í hlutastarfandi

„Nú þegar árið 2022 er senn á enda er ekki úr vegi að líta um öxl og fara stuttlega yfir starf slökkviliðs Skagastrandar á árinu,“ segir í færslu Slökkviliðs Skagastrandar á Facebookaíðu þess en liðið samanstendur af fimmtán einstaklingum. Endurnýjun mannskaps hefur átt sér stað á undanförnu ári og fyrsta konan gekk í raðir slökkviliðsmanna.
Meira