Fréttir

Jólin geta verið allskonar :: Áskorandapenninn Ingimar Sigurðsson

Það eru margar hliðar á jólahátíðinni og snúa þær mismunandi að fólki eftir aðstæðum hvers og eins. Ég tel mig vera í þeim hópi sem er svo heppinn að hafa getað notið þeirra í faðmi fjölskyldu og vina. Ekki yfirdrifið jólastress en samt ákveðinn fiðringur sem fylgir undirbúningi þeirra. Hafandi tekið þátt í jólahátíðinni í rúmlega hálfa öld ætti ég að vera kominn með einhverja reynslu.
Meira

Vinir Ferguson og Vestfjarða. Á traktorum gegn einelti. Dagbók hringfara. Sögur af sögum, fólki og stöðum

Öll eigum við okkur drauma. Að láta drauma sína rætast er ákveðin lífsfylling, gleði yfir því að væntingar hafa verið uppfylltar. Að æskudraumur rætist er ekki sjálfgefið. Þeir eru oftar en ekki óraunhæfir og barnalegir, sérstaklega eftir því sem árin líða. Með hringferð okkar félaga árið 2015 um landið og svo að hafa farið Vestfjarðaleiðina árið 2022 höfum við náð því endanlega að láta draum okkar frá æsku rætast, það er að keyra Massey Ferguson, 35X árgerð 1963 hring í kringum um allt landið.
Meira

„Hátíðarskap er það sem mér þykir vænst um“ / HELGA MÖLLER

Það var árið 1980 sem Þú og ég komu allri íslensku þjóðinni í hátíðarskap með því að syngja um að komast í hátíðarskap – „...ryksugan á gólfinu en brátt skal húsið skreytt!“ Dúettinn Þú og ég var feikivinsæll á þessum árum, skipaður Jóhanni Helgasyni og auðvitað Helgu Möller. Helga var síðan í Icy-flokknum með Eiríki Hauks og Pálma Gunn sem flutti fyrsta Eurovision-framlag Íslands, sjálfan Gleðibankann, í Bergen 1986. Þá má geta þess að Helga hefur sungið ófá lögin með Geirmundi Valtýs, lög á borð við Ort í sandinn, Þúsund kossar, Hvort ég vaki eða sefog Ég hef bara áhuga á þér. JólaFeykir náði að plata Helgu í að svara Jóla-Tón-lystinni sem hún gerði á methraða að sjálfsögðu.
Meira

Vill ná náttúrulegum myndum þar sem fólki líður vel í sínu elementi

Brúðkaupsdagurinn getur verið misjafn hjá fólki. Sumir skjótast til sýslumanns og svo kannski út að borða, birta jafnvel eina sjálfu á Facebook í tilefni af tímamótunum. Önnur pör leggja heldur meira í daginn. Undirbúningur tekur kannski fleiri mánuði, fjöldanum öllum af fólki er boðið með tilheyrandi umstangi og allt gert og ekkert til sparað til að búa til ógleymanlegan hamingjudag. Eitt af því sem flestir vilja er að eiga fallegar og skemmtilegar myndir frá deginum stóra. Og þá er eins gott fyrir myndasmiðinn að klúðra ekki tökunni. Feykir hafði samband við Írisi Ösp Sveinbjörnsdóttur, hönnuð og ljósmyndara, og spurði aðeins út í brúðarmyndatökur og eitt og annað tengt.
Meira

Hámarksútsvar hækkar, tekjuskattur lækkar

Aukafundur sveitarstjórnar Skagafjarðar var haldinn í morgun þar sem útsvarshlutfall í Skagafirði árið 2023 verður tekið til endurskoðunar. Breytingar hafa verið boðaðar á tekjuskatti einstaklinga og útsvarsprósentum sveitarfélaga um áramótin í kjölfar þriðja samkomulags ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk.
Meira

Jólakveðja frá Textílmiðstöð Íslands 2022

Nú þegar jól og áramót nálgast er gott að líta til baka og skoða það sem hefur gerst hjá okkur í Textílmiðstöð Íslands. Heimurinn hefur opnast aftur og við og samstarfsaðilar okkar höfum verið á ferðinni.
Meira

Matvælaráðuneytið bregst við umræðu um sauðfjársamning Bændasamtaka og ríkis

Vegna umræðu síðustu vikna um búvörusamninga um starfsskilyrði sauðfjárræktar hefur matvælaráðuneytið brugðist við og birt á heimasíðu ráðuneytisins nánari útskýringar samningsins og segir að heilt yfir muni stuðningurinn dreifist jafnar á framleiðendur.
Meira

Nýtt pílukastfélag stofnað í Skagafirði

Á dögunum var Pílukastfélag Skagafjarðar stofnað en nokkrir strákar hafa verið að hittast í haust og kasta saman pílu einu sinni til tvisvar í viku. Boðað hefur verið til jólamóts, í samstarfi við FISK Seafood, sem haldið verður þann 28. desember næstkomandi í aðstöðu félagsins að Borgarteig 7.
Meira

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Sjö tilnefningar bárust sem teknar voru til greina í kjörið.
Meira

Mikið um að vera í Sauðárkróksbakarí - Skólakrakkar stungu út smákökur og bökuðu

Það hefur mikið verið að gera í Sauðárkróksbakaríi undanfarnar vikur í aðdraganda jóla og mikið mætt á starfsfólkinu eins og gengur. Hvort það hafi verið til að létta undir með bökurum að bjóða yngstu nemendum Árskóla að taka þátt í jólakökugerðinni skal ósagt látið en að sögn Snorra Stefánssonar, yfirbakara og nýs eiganda Sauðárkróksbakarís tókust þessar heimsóknir stórkostlega vel.
Meira