Fréttir

Fótboltinn byrjar á ný í dag

Feykir sagði frá því í gær að Murielle Tiernan og Hannah Cade hefðu samið við lið Tindastóls fyrir komandi tímabil. Það var því ekki úr vegi að spyrja Donna þjálfara út í næstu skref og hvort hann væri ekki ánægður með ráðahaginn. „Það er alveg stórkostlegt að Hannah og Murielle hafi skrifað undir áframhaldandi samning auk þess sem Melissa [Garcia] var með tveggja ára samning og kemur aftur,“ sagði Donni.
Meira

Framúrskarandi verkefni 2022

SSNV kallar eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2022. Þetta er í fjórða sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í janúar 2023.
Meira

Stólarnir í stuði gegn stemningslitlu liði KR

Tindastólsmenn skelltu sér í Vesturbæinn í gær þar sem tveggja punkta KR-ingar biðu þeirra. Vanalega eru rimmur liðanna spennandi og skemmtilegar en því fór víðs fjarri í gær. Leikurinn var skemmtilegur fyrir stuðningsmenn Tindastóls en Vesturbæingar hefðu sjálfsagt flestir kosið að hafa haldið sig heima fyrir framan endursýningu á Barnaby. Reyndar munaði aðeins tíu stigum í hálfleik en Stólarnir bættu vörnina í síðari hálfleik og stungu stemningslitla KR-inga af. Lokatölur 77-104.
Meira

Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Hún. og Hestamannafélagsins Neista

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Neista fór fram 19. nóvember og var vel sóttur og hin fínasta skemmtun þar sem verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi árangur á einhverju sviði. Feykir hafði samband við formenn búgreinafélaganna, Ingvar Björnsson á Hólabaki, Birgi Þór Haraldsson á Kornsá og Jón Árna Magnússon í Steinnesi, sem sendu þær upplýsingar sem hér koma á eftir en frá Hestamannafélaginu Neista voru upplýsingar fengnar á heimasíðu félagsins.
Meira

Frá Verslunarmannafélagi Skagafjarðar

Kjarasamningar á milli Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins voru undirritaðir 12. desember sl. Félagsfundur til kynningar fyrir félagsfólk var haldinn í gærkvöldi. Helstu breytingar eru þessar:
Meira

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Þar hefur sú samstaða sem hefur ríkt meðal norðlenskra ferðaþjónustu fyrirtækja skipt miklu máli. Samstaðan og slagkrafturinn hefur einnig skilað því að næsta sumar munu fjögur flugfélög bjóða upp á millilandaflug til Akureyrar. Þar býr að baki mikil vinna við markaðssetningu áfangastaðarins og ferðaþjónustunnar, og áherslan er sem áður á að efla ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugrein.
Meira

Dagbók Drekagyðjunnar - Útgáfupartý í Listakoti Dóru

Næstkomandi sunnudag, þann 18. desember, verður haldið útgáfupartý í Listakoti Dóru Vatnsdalshólum í tilefni þess að Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir er að gefa út sína fyrstu bók Dagbók Drekagyðjunnar. Höfundurinn verður á staðnum og áritar bókina ef fólk vill og lesið verður partur úr sögunni um klukkan 15.
Meira

Harmonikufélagið Grettir stofnað í Húnaþingi vestra

Stofnfundur nýs félags Harmonikufélagsins Grettis var haldinn í VSP húsinu á Hvammstanga 15. desember. Tilgangur félagsins er að kynna almenningi harmonikutónlist og gömlu dansana og efla tónlistarlíf á þessu sviði.
Meira

Menningardagskrá Gránu hefur fengið frábærar viðtökur

Í gærkvöldi var notaleg kvöldstund í útbænum á Króknum í boði Menningarfélags Gránu. Þá mætti Páll Snævar Brynjarsson í heimsókn í Gránu og rifjaði upp ævintýri og búðarrölt þar sem hann og Sverrir Björn Björnsson léku jólasveina í Aðalgötunni á aðventunni 1978. Segja má að aðsókn hafi farið fram úr björtustu vonum, veitingasalurinn í Gránu troðfullur, og margur gamall og genginn Króksarinn lifnaði við í hugum gesta þegar sögur voru rifjaðar upp og myndir sýndar á tjaldi.
Meira

Brúarsmíði yfir Laxá í Refasveit fyrir um 100 árum

Á vef Skagastrandar birtist vikulega mynd úr Ljósmyndasafni bæjarins og það eru margir sem hafa gaman að því að skyggnast aftur í tímann, sjá gömul og stundum kunnugleg andlit og lífið eins og það var. Eins og flestir hér á Norðurlandi vestra vita þá eru vegframkvæmdir milli Blönduóss og Skagastrandar og meðal annars verið að byggja brú yfir Laxá í Refasveit – þá þriðju frá upphafi. Það er því gaman að sjá mynd vikunnar að þessu sinni sem sýnir byggingu fyrstu brúarinnar.
Meira