Murr og Hannah búnar að skrifa undir samning við Tindastól
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.12.2022
kl. 16.40
Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við tvo af máttarstólpum liðsins frá í sumar um að spila með Bestu deildar liði Stólastúlkna næsta sumar. Það eru þær Hannah Cade og að sjálfsögðu Muriel okkar Tiernan. Þetta hljóta að teljast hinar bestu fréttir enda eru undirbúningsmót fyrir komandi tímabil að rúlla af stað þessa dagana.
Meira
