Fréttir

Unglingsstúlkur austan Vatna gróðursettu 120 plöntur

Nú á haustdögum fékk unglingastig Grunnskólans austan Vatna úthlutað 120 plöntum úr Yrkju – sjóði æskunnar til ræktunar landsis. Búið var að finna plöntunum stað og hlutverk á Neistasvæðinu (íþróttasvæðinu) á Hofsósi sem skjól fyrir norðvestanáttinni.
Meira

Nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að útbúa Halloween kökur

Sá þessar sniðugu hugmyndir þar sem notaðar eru bollakökur og svo er kremið smurt ofan á.
Meira

Uppbyggingasjóður SSNV auglýsir eftir umsóknum

Enn er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð SSNV, sem ætlaður er einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum, stofnunum eða sveitarfélögum með lögheimili á Norðurlandi vestra.
Meira

Fuglaflensa í skúmum og svartbökum – enn smithætta fyrir alifugla

Skæð fuglaflensa greinist enn í villtum fuglum hér á landi og telur Matvælastofnun því ekki óhætt að aflétta þeim varúðarráðstöfunum sem fyrirskipaðar voru í mars á þessu ári. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að faraldurinn sé einnig viðvarandi annars staðar í Evrópu og víðar. Enn er mikilvægt að fólk tilkynni um veika og dauða fugla til MAST.
Meira

Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu

Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur að viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. Þannig tryggja stjórnvöld að almannatryggingarþegar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í viðræðunum ásamt því að ríkisstjórnin taki rökstudda afstöðu til þeirra sjónarmiða áður en viðræðunum lýkur.
Meira

Ungmennaflokkur karla með tvo sigra í Síkinu um helgina

Í Síkinu um helgina átti Ungmennaflokkur karla tvo leiki á móti Grindavík og var fyrri leikurinn spilaður á laugardaginn kl. 16:00 og seinni leikurinn á sunnudeginum kl. 12:00. Þarna voru tvö efstu lið Ungmennaflokks að mætast og var því von á mikilli baráttu.
Meira

Hafa áhyggjur af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð

Á undanförnum árum hefur verið unnið að því í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt að koma á ljósleiðaratengingu í dreifbýli utan markaðssvæða í Skagafirði en því verkefni er nú lokið. Gsm og tetra-samband í Skagafirði er hins vegar víða stopult eða ekki til staðar, segir í fundargerð byggðarráðs Skagafjarðar. Jafnframt kemur fram að þetta eigi við nokkuð víða, t.a.m. í inndölum þar sem m.a. er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta, auk þess sem þau svæði laði að sér marga gesti til útivistar. Því sé enn óleyst það mikilvæga verkefni að tryggja fjarskiptasamband fyrir almenning til neyðar- og viðbragðsaðila gegnum 112.
Meira

Nemendur Árskóla meðal Grænna frumkvöðla framtíðar í nýjum þætti á N4

Fimmtudaginn síðasta var frumsýndur þáttur á sjónvarpsstöðinni N4 um verkefnið Grænir frumkvöðlar framtíðar. Verkefnið hefur verið í gangi hjá Matís í rúmt ár og er markmið þess að kenna ungmennum um loftslagsbreytingar á frumlegan og nýstárlegan hátt, en jafnframt að kenna þeim að sjá þau tækifæri sem leynast í eigin heimabyggð.
Meira

Nú er fræsöfnunartíminn í hámarki

Landsverkefnið Söfnum og sáum birkifræi hvetur landsmenn til að skila nú á söfnunarstöðvar því fræi sem safnast hefur. Nokkuð vantar upp á að markmið ársins hafi náðst. Enn er líka nóg af fræi á trjánum og fram undan góðir veðurdagar til að safna.
Meira

Hjartað slær í Skagafirði :: Áskorandinn Vilhjálmur Árnason brottfluttur Skagfirðingur

Skagafjörðurinn skipar stóran sess í hjarta mínu, en það líður varla sá dagur sem ég hugsa ekki heim. Þegar ég fékk áskorunina um að skrifa þennan pistil frá Páli Jens vini mínum fann ég mig knúinn til að koma á blað því sem Skagafjörður hefur gert fyrir mig og hvernig sá staður hefur mótað mig sem einstakling.
Meira