Fréttir

Skólaþróun í Árskóla vekur athygli

Í ár hafa komið nokkrar greinar í tímaritinu Skólaþræðir, sem er tímarit samtaka áhugafólks um skólaþróun, um framgang í eflingu skólastarfs á Íslandi og árangur þess að færa rekstur grunnskóla frá ríkinu til sveitarfélaga. 25 ár eru síðan þessi breyting átti sér stað og er þess vegna um að ræða ákveðna tímamóta yfirferð á því hvernig skólastarfi hefur vegnað undir þessu nýja skipulagi.
Meira

Ráðherra í stríð við strandveiðar

Fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­rá­herra um að taka upp svæðaskipt­ingu á kvóta strand­veiðanna á nýj­an leik er at­laga að brot­hætt­um sjáv­ar­byggðum lands­ins. Ákvörðunin er óskilj­an­leg m.t.t. fag­ur­gala VG í kosn­inga­bar­átt­unni sl. haust. Flokk­ur fólks­ins for­dæm­ir þess­ar hug­mynd­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.
Meira

Tæplega 2/3 þátttakenda kusu að fá sorpið sótt heim

Að undanförnu hefur staðið yfir íbúakönnun um sorpmál í dreifbýli Skagafjarðar þar sem valið var milli tveggja valkosta. Könnuninni lauk sl. föstudag. Valið stóð á milli þess að íbúar í dreifbýli Skagafjarðar skili flokkuðu heimilissorpi á móttökustöðvar í sveitarfélaginu eða að heimilissorp verði sótt á öll lögheimili í dreifbýli Skagafjarðar. Á kjörskrá var 671 en kosningaþátttaka reyndist 25% og af þeim kusu 64% að láta sækja sorpið heim.
Meira

Heldur meiri laxveiði í Húnavatnssýslum í ár en í fyrra

Á Húnahorninu var rennt yfir gang mála í laxveiðiám í Húnavatnssýslum nú fyrir helgi og ku Miðfjarðará vera aflahæst laxveiðiáa þar það sem af er sumri. Þar hafa veiðst 109 laxar en næst þar á eftir kemur Blanda með 75 laxa. Víðidalsá á var með 63 laxa og svo Laxá á Ásum með 60 laxa en veiðst hafa 32 laxar úr Vatnsdalsá og átta úr Hrútafjarðará.
Meira

Húnvetningar höfðu sigur á Hlíðarenda

Lið Kormáks/Hvatar náði að styrkja stöðu sína í 3. deildinni nú um helgina en þá var leikin síðasta umferðin í fyrri umferð mótsins. Þá sóttu Húnvetningar heim kappana í Knattspyrnufélagi Hlíðarenda sem er einskonar B-lið Vals og var leikið á Valsvellinum. Eftir rólegheit í fyrri hálfleik létu liðin sverfa til stáls í þeim síðari. Heimamenn náðu fyrsta högginu en í kjölfarið fylgdi leiftursókn gestanna sem unnu að lokum 1-3 sigur og náðu þar með að lyfta sér upp úr mestu botnbaráttunni.
Meira

Hólmar Daði með einstaka þrennu í sigri á Afriku

Á sama tíma og landslið Íslands spretti úr spori í Manchester á Englandi í Evrópukeppni kvenna þá spilaði lið Tindastóls við Afríku í 4. deildinni hér heima. Reiknað var með auðveldum sigri Stólanna enda gestirnir gjafmildir í meira lagi þegar kemur að varnarleik og höfðu fengið á sig tíu mörk að meðaltali í þeim átta leikjum sem liðið hafði spilað. Meðaltalið breyttist ekkert í dag því Stólarnir gerðu tíu mörk en gestirnir náðu inn einu marki.
Meira

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - Fyrsti hluti :: Ísland viðurkennir sjálfstæði Króatíu og Slóveníu

Ferðalag íþróttafélagsins Molduxa frá Sauðárkróki í maímánuði 1994 var nokkuð sérstakt fyrir þær sakir að liðsmenn félagsins heimsóttu Balkanskagann, n.t.t. Króatíu, skömmu eftir að þjóðin öðlaðist sjálfstæði og sagði skilið við sambandsríkið Júgóslavíu. Auk Króata samanstóð Júgóslavía af sex sambandslýðveldum: Serbíu, Slóveníu, Makedóníu, Svartfjallalandi og Bosníu-Hersegóvínu. Mikið hafði því gerst á þeim slóðum sem Molduxar heimsóttu vorið 1994 og samtímis sá ekki fyrir endann á þeim hildarleik sem reið yfir Balkanskagann á 10. áratug síðustu aldar, voru því körfuknattleiksmennirnir frá Sauðárkróki á jaðri átakasvæða stríðsins.
Meira

Ulf Örth ráðinn aðstoðarþjálfari hjá liðum Tindastóls

Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að Ulf Örth hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokka karla og kvenna hjá Knattspyrnudeild Tindastóls út þetta tímabil.
Meira

Miklir vatnavextir eftir rigningar undanfarið

Fram kemur á vef Rúv að miklir vatnavextir séu eftir rigningar að undanförnu. Mest hefur rignt í Norðurárdal og á Öxnadalsheiði og árnar sem þaðan renna í Norðurá eru mjög vatnsmiklar.
Meira

Ályktun um strandveiðar send Matvælaráðuneytinu

Smábátafélagið Drangey hefur sent ályktun um stranveiðar til matvælaráðuneytisins.
Meira