Fréttir

Hilmar Þór krækti í stig fyrir Kormák/Hvöt

Það var leikið á Blönduósvelli í gærkvöldi í tíundu umferð 3. deildar. Þá tóku heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti Kópavogspiltum í liði Augnabliks. Það fór svo að liðin sættust á skiptan hlut og eru Húnvetningar nú í níunda sæti deildarinnar með 11 stig. Úrslit leiksins voru 1–1.
Meira

Sjónhorni og Feyki seinkar

Af óviðráðanlegum ástæðum seinkar útgáfu Sjónhornsins og Feykis í þessari viku og eru áhangendur, auglýsendur og áskrifendur beðnir afsökunar á því. Miðlarnir fara að öllum líkindum í dreifingu á morgun, fimmtudag, og ættu því allflestir á drefingarsvæðinu að vera komnir með Sjónhornið í hendur fyrir helgi eins og vanalega.
Meira

Hundur féll tæpa 20 metra niður í grýtta urð

Um klukkan 18:50 í gærkvöldi var björgunarsveitin í Skagafirði kölluð út. Hundurinn Þoka, hundur Steinars Gunnarssonar, hafði þá hætt sér of nærri klettabrún við Gönguskarðsána og fallið fram af klettinum niður tæpa 20 metra í gilið og lent í grýttri urð, rann hún þar niður að flæðarmáli.
Meira

Unnur ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Unnur tekur við af Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur sem starfað hefur sem sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá 15. ágúst 2019.
Meira

KRISTNIBOÐSMÓTIÐ Á LÖNGUMÝRI Í SKAGAFIRÐI 8. - 10. JÚLÍ 2022

Mótið hefst föstudaginn 8. júlí, kl. 21:00. Fjölbreytt dagskrá alla helgina! Laugardaginn kl. 17:00 verður kristniboðssamkoma Sunnudag kl. 11:00 verður messa í Glaumbæjarkirkju. Predikari er Leifur Sigurðsson kristniboði.
Meira

Sumarmessa í Knappstaðakirkju

Sunnudaginn 10. júlí kl.14 verður hin árlega sumarmessa haldin í Knappstaðakirkju og eru hestamenn sérstaklega hvattir til að mæta á fákum sínum. Stefán Gíslason spilar undir almennan safnaðarsöng. Sr. Gísli Gunnarsson þjónar. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi í kirkjugarðinum.
Meira

4,5 milljónir til styrkvega

Vegagerðin hefur samþykkt 4,5 milljón króna fjárveitingu á þessu ári til svokallaðra styrkvega í Húnabyggð en um er að ræða tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt lögum. Byggðaráð Húnabyggðar fagnar fjárveitingunni og hefur lagt til ráðstöfun á henni til fjögurra verkefna.
Meira

Blóðtaka úr hryssum mikilvægur þáttur í landbúnaði Húnabyggðar

Byggðaráð Húnabyggðar telur að blóðtaka úr fylfullum hryssum sé mikilvægur þáttur í landbúnaði í sveitarfélaginu og hafi um árabil verið mikilvæg stoð í atvinnulífi í dreifbýli þess. Ráðið telur eðlilegt að skerpt sé á umgjörð um blóðtöku og að unnið sé markvisst að því að tryggja velferð og heilbrigði þess búfénaðar sem um ræðir.
Meira

Kópavogspiltar höfðu betur í toppslagnum

Það var toppslagur í B-riðli 4. deildar í gærkvöldi þegar Tindastólsmenn sóttu kappana í liði KFK heim. Leikið var í Fagralundi í Kópavogi og ljóst að sigurliðið væri komið í lykilstöðu í riðlinum. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli á Króknum í fyrstu umferðinni í sumar og þá var ljóst að mótherjinn hafði á að skipa vel spilandi liði. Það fór svo í gær að þeir reyndust örlítið sterkari á svellinu og uppskáru 3-2 sigur.
Meira

Undirbúningur fyrir Náttúrubarnahátíð á Ströndum gengur vel

Náttúrubarnahátíðin á Ströndum verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi helgina 8.-10. júlí næstkomandi í sjötta sinn. Hátíðin er fjölskylduhátíð þar sem gestir, börn og fullorðnir, fá tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem einkennast af útivist, fróðleik og skemmtun.
Meira