Fréttir

Af Bæjarhátíðinni Hofsós heim

Bæjarhátíðin Hofsós heim hófst á sameiginlegri grillveislu í Höfðaborg á fimmtudeginum 23. júní. Þar var vel mætt og góð stemming. Þetta setti tóninn fyrir aðra viðburði hátíðarinnar en fólk lét veðrið ekki á sig fá, bjó sig vel og tók þátt í dagskránni. Nefna þarf sérstaklega grjótharða miðnæturhlaupara sem létu fjórar gráður og súld ekki stoppa sig.
Meira

Svíinn Pat Ryan tekur við kvennaliði Tindastóls í körfunni

Sagt er frá því á FB-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls að samið hefur verið við sænska þjálfarann Patrick Ryan um að taka við þjálfun meistaraflokks kvenna. Patrick er reynslumikill þjálfari, en hann hefur þjálfað frá 1991, m.a. bæði karla- og kvennalið í efstu deildum Svíþjóðar auk þess að hafa þjálfað mörg yngri landslið Svíþjóðar.
Meira

Skemmtiferðaskip búin að vera tvö ár á leiðinni

Nú í júlí byrja skemmtiferðaskip loks að koma til Sauðárkróks, það hefur staðið til að fá slík skip hingað seinustu tvö ár en vegna aðstæðna í heiminum varð ekkert úr því.
Meira

Stólastúlkur hársbreidd frá sigri í Hafnarfirði

Lið FH og Tindastóls mættust í Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöldi í toppleik Lengjudeildarinnar. Bæði lið hafa verið sterk varnarlega í sumar og höfðu fyrir leikinn aðeins fengið á sig fjögur mörk og það má því segja að ekki hafi komið sérstaklega á óvart að lítið var skorað í leiknum. Lið Tindastóls komst yfir snemma í leiknum en heimastúlkur náðu að jafna um tíu mínútum fyrir leikslok og liðin deildu því stigunum. Lokatölur 1-1.
Meira

Rabb-a-babb 210: Ugla Stefanía

Nafn: Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Búseta: Búsett með maka í Bretlandi, en með annan fótinn á Íslandi. Hvað er í deiglunni: Það er ýmislegt. Ég starfa sem stendur sem dálkahöfundur hjá dagblaðinu Metro í Bretlandi, ásamt því að reka kvikmyndaverkefnið My Genderation, sem snýr að því að búa til heimildarmyndir og annað efni um transfólk og reynslu þeirra. Svo er ég líka á fullu í réttindabaráttu fyrir hinsegin fólk bæði í Bretlandi og á Íslandi. Ætli ég skelli mér ekki bara í pólítík fyrir einhvern sniðugan flokk á næstu árum? Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Ég nota óspart: „Víða er pottur brotinn“.
Meira

HSN Blönduósi lokar fyrir heimsóknir

Vegna aukinna Covid smita á HSN Blönduósi, þá er búið að loka fyrir allar heimsóknir um óákveðin tíma.
Meira

Opnar sýningu í Hillebrandshúsinu í gamla bænum á Blönduósi

Laugardaginn 2. júlí klukkan 16:00 opnar Finnbogi Pétursson myndlistarmaður sýningu í Hillebrandshúsinu í gamla bænum á Blönduósi. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Í texta með sýningunni skrifar Áslaug Thorlacius sýningarstjóri;
Meira

Ný stjórn SSNV

Á aukaþingi SSNV sem haldið var í gær, 28. júní, var kjörin ný stjórn til tveggja ára.
Meira

Bjarki Már tekinn við liði Reynis í Sandgerði

Knattspyrnukappinn Bjarki Már Árnason, sem búið hefur á Hofsósi til fjölda ára, hefur nú fært sig um set en hann hefur verið ráðinn þjálfari hjá 2. deildar liði Reynis í Sandgerði. Bjarki er búinn að spila meistaraflokksfótbolta í 25 ár, hóf leik í Keflavík 1997 og lék nú síðast með liði Kormáks/Hvatar en hann var þó lengstum í herbúðum Tindastóls.
Meira

Textílsýningu lokið

27. júní síðastliðinn héldu 16 nemendur, við Concordia háskóla í Montreal sem hafa verið í vettvangsnámi, sýningu á því sem þeir hafa afrekað í Iceland Field School sem er þverfaglegt, einingabært námskeið þróað af Dr. Kathleen Vaughan frá Concordia háskólanum í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands.
Meira