Gott stig sótt í Garðabæinn
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
03.07.2022
kl. 13.11
Lið Kormáks/Hvatar spændi suður í Garðabæ í gær og lék í Miðgarði við lið heimamanna í KFG sem sátu á toppi 3. deildarinnar áður en 9. umferðin fór í gang. Húnvetningar hafa aftur á móti verið að berjast á hinum enda deildarinnar, náðu að vinna góðan sigur í síðustu umferð og nú nældu þeir í gott stig í Garðabæinn. Lokatölur reyndust 1-1.
Meira
