Fréttir

Gott stig sótt í Garðabæinn

Lið Kormáks/Hvatar spændi suður í Garðabæ í gær og lék í Miðgarði við lið heimamanna í KFG sem sátu á toppi 3. deildarinnar áður en 9. umferðin fór í gang. Húnvetningar hafa aftur á móti verið að berjast á hinum enda deildarinnar, náðu að vinna góðan sigur í síðustu umferð og nú nældu þeir í gott stig í Garðabæinn. Lokatölur reyndust 1-1.
Meira

Sumarið er tíminn

„Sumrin eru ávallt nýtt vel til framkvæmda og er sumarið í ár þar engin undantekning,“ segir í frétt á Skagafjörður.is. „Nýjar götur og ný hús rísa og fjölbreyttar framkvæmdir erum í gangi um allan Skagafjörð.“
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd hlýtur Jafnlaunavottun

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85 en sagt er frá þessu á vef Skagastrandar. Vottunin er staðfesting á því að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins uppfylli kröfur Jafnlaunastaðalsins. Með jafnlaunavottuninni hefur Sveitarfélagið öðlast heimild Jafnréttisstofu að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.
Meira

„Eitt afdrifaríkt kvöld á karaoke bar í San Francisco...“

Það er nokkuð um liðið síðan Feykir skaust með lesendur sína út fyrir landsteinana til að kynnast degi í lífi brottflutts. Nú tökum við því gott tilhlaup og stökkvum alla leið til Káliforníu eins og fylkið heitir í Lukku-Láka bókunum. Í höfuðborg fylkisins, Sacramento, tekur Björk Ólafsdóttir á móti lesendum og við skulum ímynda okkur að hún taki á móti okkur heima hjá sér því tæki hún á móti okkur í vinnunni er ekki víst að við höfum átt góðan dag – hún er nefnilega bráðalæknir.
Meira

Borðspil - 1830: Railways & Robber Barons

1830: railways & robber barons er eitt af fjölmörgum spilum í 18xx seríunni og er allajafna notað sem viðmið fyrir önnur spil í seríunni. Spilið gengur út á að græða pening, sem leikmenn gera með því að stofna (og stundum setja á hausinn) lestarfyrirtæki og senda lestir milli borga. En leikmenn þurfa líka að vera klókir á hlutabréfamarkaði spilsins.
Meira

Unnur Valborg hættir sem framkvæmdastjóri SSNV

Í morgun kom ný stjórn SSNV saman til fjarfundar og lágu níu dagskrárliðir fyrir fundarmönnum. Stærsta fréttin af fundinum telst vafalaust uppsögn framkvæmdastjóra samtakanna, Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin fjögur ár.
Meira

Aðgerðir í leikskólamálum í Skagafirði

Það hefur varla farið fram hjá neinum að vöntun er á starfsfólki víða í atvinnulífinu. Skagafjörður er engin undantekning hvað það varðar. Erfiðleikar við að manna vinnustaði eins og leikskóla hefur hvað mest áhrif á atvinnulífið og veldur fjölskyldum erfiðleikum, enda erfitt að vera í óvissu um hvað tekur við að fæðingarorlofi loknu eða jafnvel hvort hægt sé að flytja í nýtt sveitarfélag.
Meira

Íbúakönnun Selasetursins

Selasetur Íslands stendur fyrir könnun til að kynna sér álit samfélagsins á ferðaþjónustu og hvernig hún eigi að þróast á komandi árum.
Meira

Helgi Margeirs ráðinn verkefnastjóri hjá unglingaráði kkd. Tindastóls

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur ráðið Helga Freyr Margeirsson sem verkefnastjóri unglingaráðs. „Ég er bara mjög spenntur að taka við þessu starfi sem verkefnastjóri hjá Unglingaráði. Það er svo gaman að starfa í körfuboltakreðsunni hérna í Skagafirði, ótrúlegur áhugi á starfinu hvar sem maður kemur og einhvernveginn alltaf eitthvað í gangi,“ sagði Helgi þegar Feykir spurði hvernig verkefnið legðist í hann.
Meira

Olís breytir þjónustustöðvum í ÓB á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ

Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar ÓB. Þetta er liður í stefnu Olís að útvíkka þjónustu- og vöruframboð á þeim þjónustustöðvum sem eftir standa. Olís mun eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar og hefur einnig komið fram að Olís mun leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað um miðjan september. 
Meira