Fréttir

Telja mikilvægt að blóðmerarannsókn beinist ekki síst að kerfisbundnum veikleikum í starfseminni

Matvælastofnun heldur áfram rannsókn á meintum alvarlegum brotum á velferð blóðtökuhryssna, sem nýlega var vakin athygli á. Á heimasíðu hennar kemur fram að stofnunin vinni jafnframt að endurskoðun á þeim skilyrðum sem sett eru fyrir starfseminni og eftirliti með henni og eru ábendingar um alvarleg dýravelferðarbrot ávallt teknar mjög alvarlega hjá stofnuninni.
Meira

Líf og fjör í Grunnskóla Húnaþings vestra

Það verður seint sagt að það ríki einhver lognmolla í grunnskólum landsins og krakkarnir og kennararnir eru alltaf eitthvað að sýsla. Þegar heimasíða Grunnskóla Húnaþings vestra er skoðuð má sjá að þar hefur verið líf og fjör í síðustu viku.
Meira

Öll 70 km hraðamerkin horfin við Sauðárkrók

Aðfaranótt síðastliðins laugardags tóku starfsmen Vegagerðarinnar eftir því að öll 70 km hraðamerkin að og frá Sauðárkróki væru horfin, auk 90 km merki við Glaumbæ. Að sögn Rúnars Péturssonar, yfirverkstjóra svæðisstöðvarinnar á Sauðárkróki, hafa einhverjir óprúttnir aðilar haft fyrir því að skrúfa merkin af festingum og látið þau hverfa.
Meira

300 m. kr. í jólagjafir!

Það styttist til jóla. Áður en við vitum af verðum við farin að gera jólaísinn og pakka inn jólagjöfum. Kannski eru margir hverjir þegar byrjaðir. Það er hins vegar afar misjafnt hvenær fólk hefst handa við jólagjafainnkaupin. Einhverjir byrja snemma árs en svo eru aðrir sem bíða þar til á Þorláksmessu með að kaupa gjafirnar og allt þar á milli. Það er líka afar misjafnt hversu miklu við eyðum í jólagjafir.
Meira

Stemning í Aðalgötunni

„Nú er aðventan hafin og jólaspenningur kominn í fólk,“ segir í tilkynningu fyrirtækjaeigenda í Aðalgötunni á Sauðárkróki en þar hefur verið boðuð kvöldopnun í kvöld, 2. desember, kl. 20-22. Ýmis tilboð verða í gangi og kósý jólastemning mun svífa yfir vötnum. Sólon opnar vinnustofur sínar.
Meira

Helga Margrét ráðin yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi

Helga Margrét Jóhannesdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfirhjúkrunarfræðings svæðis á Blönduósi. Helga útskrifaðist sem sjúkraliði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2014 og sem hjúkrunarfræðingur frá háskólanum á Akureyri 2019.
Meira

Rabb-a-babb 205: Smári Eiríks

Nafn: Friðrik Smári Eiríksson. Fjölskylduhagir: Í sambúð með Sigríði Sól Hreinsdóttur og saman eigum við tvo ketti, en annars á ég þrjú yndisleg börn; Veroniku Hebu 20 ára, Nóa Fannar 13 ára og Óliver Kaj 11 ára. Starf / nám: Er stúdent frá FNV, skráður fáfræðingur í símaskránni og vinn í byggingageiranum. Hvað er í deiglunni: Þrotlaus undirbúningur fyrir næstu auglýsingaherferð fyrir verslum heima. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Horfi ekki á sjónvarpið eftir að Gísla Martein byrjaði þar.
Meira

Sveitarfélögin vel á veg komin í gerð stafrænna húsnæðisáætlana

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti á haustmánuðum breytt fyrirkomulag húsnæðisáætlana þar sem þær verða alfarið á samræmdu stafrænu formi frá og með árinu 2022. Þessi breyting er í samræmi við niðurstöðu samstarfsþings HMS og sveitarfélaganna sem haldið var í janúar sl.
Meira

Eitt lítið jólalag – Jólalag dagsins

Nú er loksins kominn desember og því má fara að leika jólalögin skammlaust enda fátt betra til að telja niður dagana til jóla. Við byrjum á einu gömlu og góðu sem Birgitta Haukdal söng á plötunni 100 íslensk jólalög sem kom út 2006.
Meira

Sigríður Svavarsdóttir nýr formaður GSS

Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Golfklúbbs Skagafjarðar sem haldinn var í gærkvöldi þar sem Sigríður Svavarsdóttir tók við af manni sínum Kristjáni Bjarna Halldórssyni. Helga Jónína Guðmundsdóttir settist í stól varaformanns hvar Halldór Halldórsson sat áður.
Meira