Styrkjum úthlutað í Húnavatnshreppi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
03.12.2021
kl. 16.26
Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps í gær var styrkjum úthlutað til hinna ýmsu aðila. Í frétt Húnahornsins segir að hæsta styrkinn hafi sóknarnefnd Þingeyraklausturskirkju fengið, allt að 500 þúsund krónur, vegna sumaropnunar kirkjunnar á næsta ári. Þá hlaut Ungmennasamband Austur-Húnvetninga 450 þúsund vegna starfsemi sambandsins árið 2022 og Björgunarfélagið Blanda 400 þúsund vegna endurnýjunar á snjósleðum á þessu ári.
Meira
