Fréttir

Glatt á hjalla hjá Gránu :: Söngurinn ómar í Háa salnum

Menningarfélag Gránu á Sauðárkróki hefur blásið í herlúðra og stendur fyrir metnaðarfullum atburðum í tónleikaröð vetrarins. Fyrir skömmu kom dúettinn Sycamore Tree fram í Háa salnum í Gránu og á dögunum voru þau Malen Áskelsdóttir, Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Reynir Snær Magnússon með tónleika. „Það var mjög vel mætt, notaleg og þægileg stemming. Mjög góð byrjun,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238.
Meira

Fjórum veittar samfélagsviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Fyrr í haust kallaði fjölskyldusvið Húnaþings vestra eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um þá aðila sem þeir telja að eigi skilinn virðingarvott fyrir verk sín eða störf í þágu samfélagsins. Viðurkenningarnar eru veittar annað hvert ár og er er þetta í fjórða sinn sem þær eru veittar.
Meira

Franski fjárfestingasjóðurinn Vauban Infrastructure Partners kaupir meirahlutaeign í íslenska gagnavers-félaginu Borealis Data Center

Franski fjárfestingarsjóðurinn Vauban Infrastructure Partners hefur keypt meirihlutaeign í íslenska félaginu Borealis Data Center sem áður hét Etix Everywhere Borealis. Björn Brynjúlfsson, forstjóri og einn af stofnendum Borealis Data Center, heldur hlut í félaginu og engar breytingar verða gerðar á starfseminni.
Meira

Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra virkjuð

Á dögunum var virkjuð í fyrsta sinn samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, en sveitarfélög umdæmisins eru sjö talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu embættisins.
Meira

Sproti ársins hjá ferðaþjónustunni á Norðurlandi er 1238: Battle of Iceland

1238: Battle of Iceland á Sauðárkróki hlaut viðurkenninguna Sproti ársins á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem fram fór á Á Kaffi Rauðku á Siglufirði en viðurkenningin er veitt ungu fyrirtæki sem hefur skapað eftirtektarverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands segir að loksins hafi komið að því að hægt væri að halda uppskeruhátíð að nýju, en engin var haldin árið 2020 vegna heimsfaraldurs.
Meira

Fagna hugmyndum um húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir byggðarráði og fagnar hugmyndum um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni. Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því að sveitarfélög taki afstöðu til hugmyndarinnar fyrir lok október.
Meira

Orkusalan ræktar skóg við Skeiðsfossvirkjun

Grænar greinar er eitt af grænum verkefnum Orkusölunnar og er fyrst og fremst hugsað til vitundarvakningar og skemmtunar og fá öll sveitarfélög landsins afhenta plöntu til gróðursetninga. Yfir þúsund plöntur gróðursettar við Skeiðsfossvirkjun.
Meira

Skallagrímur fann enga höfuðlausn gegn herskáum Skagfirðingum

Lið Skallagríms og Tindastóls mættust í VÍS-bikarnum í körfubolta í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Borgnesingar spila í 1. deildinni í vetur líkt og undanfarin tímabil og þeir sáu aldrei til sólar gegn liði Tindastóls í kvöld. Lokatölur voru 61-112 og Stólarnir því komnir í 16 liða úrslitin.
Meira

Góðar starfsvenjur í evrópskum skólum á tímum Covid

Á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki er sagt frá því að skólinn er þátttakandi í Evrópuverkefni sem leitt er af vendinámssetri Keilis í Reykjanesbæ. Snýr verkefnið að góðum starfsvenjum í evrópsku skólakerfi á tímum Covid. Verkefnið, sem nefnist BestEDU, er styrkt af Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins og er til tveggja ára. Það er unnið í samstarfi átta skóla og fræðslustofnana í sex Evrópulöndum.
Meira

Lið KR fór illa með Stólastúlkur í þriðja leikhluta

Kvennalið Tindastóls í körfunni heimsótti lið KR á Meistaravelli í gærkvöldi í 1. deildinni. Leikurinn fór ágætlega af stað og lið Tindastóls tveimur stigum yfir að loknum fyrri hálfleik. Heimastúlkur bitu hinsvegar duglega frá sér í þriðja leikhluta og náðu góðri forystu fyrir lokafjórðunginn. Stólastúlkur sýndu karakter og náðu að klóra í bakkann en lokatölur voru 80-71 fyrir KR.
Meira