Átta Stólastúlkur komnar með samning fyrir næsta sumar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.10.2021
kl. 15.21
Hjá Knattspyrnudeild Tindastóls er nú unnið að því að semja við leikmenn fyrir næsta keppnistímabil. Nú hafa átta stúlkur skrifað undir samning um að leika áfram með liði Tindastóls næsta sumar en liðið tekur þátt í 1. deild kvenna undir stjórn nýráðins þjálfara, Donna Sigurðssonar. Um er að ræða sex heimastúlkur og tvær bandarískar, sem þarf nú hvað úr hverju að fara að tala um sem heimastúlkur, en það eru Murr og Amber.
Meira
