Fréttir

Nördamoli Byggðastofnunar um ferðalög íþróttaliða

„Íslandsmótið í knattspyrnu var háð í sumar eins og undanfarin rúmlega hundrað ár. Að horfa á einn fótboltaleik er góð skemmtun sem tekur kannski tvo tíma með öllu fyrir okkur áhorfendur. Fyrir leikmenn og starfsmenn leiksins tekur þetta mun lengri tíma eins og gefur að skilja,“ segir í færslu Byggðastofnunar frá því fyrir helgi þar sem ferðalög meistaraflokka karla og kvenna eru tekin fyrir með skemmtilegum hætti.
Meira

Mikil ásókn í íbúðarhúsnæði á Skagaströnd

Vefur RÚV segir frá því að húsnæðisskortur standi íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu á Skagaströnd fyrir þrifum en þar sé mikil ásókn í íbúðarhúsnæði en ekkert laust. Í nýlega birtri húsnæðisáætlunkemur meðal annars fram að þar þurfi að byggja 2-4 íbúðir á ári fram til ársins 2026 til að uppfylla þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði og koma á nauðsynlegu jafnvægi.
Meira

Yfirlýsing stjórnar Miðflokksins

Stjórn Miðflokksins harmar þá ákvörðun Birgis Þórarinssonar að yfirgefa þingflokk Miðflokksins nú strax að loknum kosningum og áður en þing hefur verið sett. Brotthvarf þingmannsins er fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi og unnið mikið og óeigingjarnt starf í kosningabaráttunni. Í því samhengi er ákvörðun þingmannsins mikil vonbrigði.
Meira

Af kynbótum :: Áskorandapenninn Ármann Pétursson Neðri-Torfustöðum í Húnaþingi vestra

Ég vil byrja á því að þakka Elísabetu fyrir þessa brýningu á mikilvægi þess að velja barninu nafn sem er til þess fallið að dóttir bóndans hinum megin við ána geti loks varpað öndinni léttar.
Meira

Breiðhyltingar reyndust sterkari gegn baráttuglöðum Stólastúlkum

Stólastúlkur spiluðu annan leik sinn í 1. deild kvenna í gær þegar sterkt lið ÍR mætti í Síkið. Lið Tindastóls gerði vel í fyrsta leikhluta en villuvandræði lykilleikmanns snemma leiks dró svolítið úr heimastúlkum og Breiðhyltingar gengu á lagið og tryggðu sér sigurinn með góðum leik í þriðja leikhluta. Lokatölur 52-75.
Meira

Falsaðir peningaseðlar í umferð

Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru almenningur og verslunareigendur beðnir um að vera vel á verði gagnvart fölsuðum peningaseðlum sem eru í umferð.
Meira

Góð byrjun Tindastóls og loksins sigur gegn Val

„Ég reikna með að við spilum vörn í vetur og sendum boltann á milli,“ svaraði Baldur Þór spurningu Stöð2Sport fyrir fyrsta leik Tindastóls í Subway-deildinni þennan veturinn. Með þessu svari hefur hann örugglega glatt alla stuðningsmenn Stólanna sem flestir voru ókátir með spilamennsku liðsins á síðasta tímabili. Andstæðingar Tindastóls í fyrsta leik voru Valsmenn og þó leikur Tindastóls hafi ekki verið fullkominn þá var spiluð hörkuvörn, boltinn var hreyfður vel og leikgleði og vilji leikmanna var smitandi. Niðurstaðan var góður 76-62 sigur og fín byrjun á mótinu.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Vík í Sæmundarhlíð

Þetta bæjarnafn þekkist fyrst úr Sturlungu. Meðal þeirra manna, sem Brandur Kolbeinsson hafði í vígförinni að Þórólfi Bjarnasyni, er nefndur ,,Einarr auðmaðr í Vík“ (Sturl. II. bls. 333).
Meira

Hvert liggur þín leið? :: Áskorendapenni Atli Einarsson, Blönduósi

„Hvaðan kom hann?, hvert er hann að fara?, hvað er hann?!“ Með þessum orðum lýsti Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður, varnarleik íslensks handboltamanns á Evrópumóti í handbolta fyrir rúmum áratug síðan. Þessar þrjár spurningar má með mjög einföldum hætti heimfæra upp á hvaða einstakling sem er. Öll eigum við okkur einhverja fortíð sem mótar okkur með einum eða öðrum hætti. Við höfum einhverjar áætlanir um það hvert við stefnum og loks höfum við ákveðnar hugmyndir og væntingar um það hvað og hvernig við viljum vera.
Meira

Steintröllið í Hlöðnuvík í Fljótum féll í óveðrinu í síðustu viku

„Fjaran hérna í Fljótum er frekar einsleit, en við sunnaverða Hlöðnuvík í landi Hrauna [í Fljótum] hefur steintröll staðið vaktina í mörghundruð ár og sett svip á umhverfið. Síðustu viku, líklega þriðjudaginn 28. september, féll þessi útvörður okkar í miklu brimi sem fylgdi fyrstu óveðurslægð haustsins,“ skrifar Halldór Gunnar Hálfdánarson á Molastöðum í Fljótum.
Meira