Fréttir

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Helga Thorberg Sósíalistaflokkurinn

Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur, skipar fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún segir flokkinn þann eina með róttæka byggðstefnu til að stöðva þá gróðahyggju og yfirgang, valdhroka og spillingu sem viðgengist hefur undanfarin ár og áratugi á landinu.
Meira

Af hverju Samfélagsbanki?

Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis

Nú á hádegi, fimmtudaginn 23. september, hafa 562 kosið utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra en hægt verður að kjósa á skrifstofum embættisins á Blönduósi og Sauðárkróki til 15:00 á kjördag. Opið er í dag til klukkan til kl. 19:00.
Meira

Ert þú raunverulega að hugsa um eigin hagsmuni og lýðræðislegu réttindi í þessum kosningum?

Flest gefum við okkur þá staðreynd að við búum í lýðræðislegu samfélagi, það er eiginlega hluti af næstum sjálfgefinni sjálfsmynd okkar. Að búa í vestrænu velferðarríki þar sem allt fer eftir lýðræðislegum lögum og reglum sem engin getur breytt til hagsbóta fyrir sjálfan sig eða tengda hagsmunaaðila. Margir hafa staðið í þeirri trú að við byggjum í nokkurn veginn stéttlausu jafnaðarsamfélagi en sú mynd hefur að vísu horfið úr félagsvitund landans í takt við hraðvaxandi misskiptingu og harðandi baráttu hópa sem telja sig hlunnfarna af eðlilegri skiptingu landsgæða.
Meira

Stefnt á að endurbygging Ásgarðs hefjist á næsta ári

Ástand Ásgarðsbryggju á Skagaströnd er ekki eins og best verður á kosið og segir á heimasíðu sveitarfélagsins að nauðsynlegt sé að ráðast í endurbætur á hafnarmannvirkinu til þess að það geti áfram þjónað sínum tilgangi til framtíðar. Bátar af mismunandi stærðum hafa legið við mannvirkið í gegnum árin sem hefur þjónað mikilvægu hlutverki fyrir hafnarstarfsemi á Skagaströnd.
Meira

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hesthúsahverfið á Króknum

Sveitarfélagið Skagafjarðar hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir Flæðigerði á Sauðárkróki, hesthúsahverfið, en markmiðið með tillögunni er meðal annars að svara aukinni eftirspurn eftir hesthúsalóðum og skapa góða aðstöðu fyrir fjölbreyttar íþróttir.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Bergþór Ólason Miðflokkurinn

Efsti maður á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi er alþingismaðurinn Bergþór Ólason. Hann hefur víðtæk tengsl á Norður- og Vesturlandi, fæddur á Akranesi, en ólst upp í Borgarnesi. Hann er ættaður frá Bálkastöðum í Hrútafirði í föðurætt, en faðir hans, Óli Jón Gunnarsson lærði múrverk hjá Jóni Dagssyni á Sauðárkróki áður en hann fór í nám í byggingatæknifræði og spilaði þá körfubolta með Tindastóli.
Meira

Róttæk byggðastefna í boði Vinstri grænna

Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna.
Meira

Sumardagur í Glaumbæ – bókaútgáfa og listasýning

Myndlistarsýning í tilefni útgáfu barnabókarinnar „Sumardagur í Glaumbæ“ var opnuð um helgina í Áshúsinu í Glaumbæ. Útgefandi bókarinnar er Byggðasafn Skagfirðinga, myndskreytingar eru eftir franska listamanninn Jérémy Pailler og textahöfundur er Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri. „Það er dásamlegt tilfinning að fagna áföngum sem þessum,“ sagði Berglind þegar hún bauð gesti velkomna í útgáfuhófið.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Valgarður Lyngdal Jónsson Samfylking

Hvar hef ég séð þennan áður. Jú, alveg rétt, í Útsvarinu! Já, Valgarð kannast margir við úr þeim ágætu spurningaþáttum sem sýndir voru á RÚV fyrrum. Hann starfar sem kennari og bæjarfulltrúi á Akranesi, og nú oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Meira