Fréttir

Framkvæmdir við leikskólalóð á Hofsósi hafa tafist fram úr hófi en senn líður að flutningum Tröllaborgar

Nýtt húsnæði leikskólans Tröllaborgar á Hofsósi hefur verið tilbúið í nokkurn tíma en ekki hefur tekist að klára lóðaframkvæmdir. Engin tilboð bárust í verkið þegar það var boðið út fyrr á árinu og tafði ferlið. Vegna þessa hefur starfsemi skólans ekki verið flutt úr bráðabirgðahúsnæði sem skólinn flutti inn í eftir að mygla fannst í fyrra húsnæði árið 2016.
Meira

Þakka traustið

Ég vil þakka kjósendum Norðvesturkjördæmis það mikla traust sem mér og Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú okkur og þeim stefnumálum sem flokkurinn berst fyrir. Einnig því hugarfari og nálgun sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins.
Meira

16 frá Tindastól á Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Í dag fara fram æfingar í Boganum á Akureyri þar sem ungir og efnilegir knattspyrnukrakkar af öllu Norðurlandi taka þátt í og fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Eru þær liður í Hæfileikamótun sem N1 og KSÍ. Sextán fara frá Tindastóli.
Meira

Ístak kærir Vegagerðina vegna útboðs Þverárfjallsvegar

Verktakafyrirtækið Ístak hefur kært ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Skagfirska verktaka, sem áttu lægsta tilboð í byggingu nýs vegar á milli Blönduóss og Skagastrandar, eða nánar tiltekið Þverárfjallsvegar (73) í Refasveit og Skagastrandarvegar (74) um Laxá. Meðan málið er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála verður ekki skrifað undir samning eins og til stóð.
Meira

Aðgerðum við Sauðá lokið

Í tilkynningu sem var að berast frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir að búið sé að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem á voru settar vegna gruns um krapastíflu í Sauðá.
Meira

Telja hættuástand yfirvofandi vegna krapastíflu á Sauðárkróki - Uppfært, götum lokað og íbúðir rýmdar

Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við hugsanlegu hættuástandi á Sauðárkróki þar sem talið er að krapastífla hafi myndast í Sauðánni en tilkynnt var um það að hún væri hætt að renna að mestu leyti.
Meira

Austan Vatna meðal átta verkefna Vaxtarrýmis

Átta nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 4. október næstkomandi. Á heimasíðu SSNV er sagt að teymin átta séu kraftmikil en fjölmargar umsóknir bárust víðsvegar af Norðurlandi af fjölbreyttum verkefnum.
Meira

Körfuboltadagur KKÍ á Blönduósi

Laugardaginn 16. október ætlar Körfuknattleikssamband Íslands að vera með körfuboltadag í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Þar verða haldnar æfingar og farið í leiki með því markmiði að kynna körfuboltann fyrir krökkum á Blönduósi og nærsveitum.
Meira

Appelsínugul veðurviðvörun á morgun

Veðurstofan spáir versnandi veðri á norðanverðu landinu á morgun allt frá Vestfjörðum að Austurlandi að Glettingi og hefur virkjað bæði gula og appelsínugula viðvörun fyrir svæðið. Búist er við norðan og síðar vestan hríð á Norðurlandi vestra og bálhvössu veðri.
Meira

Vanda sjálfkjörin formaður KSÍ fram í febrúar

Vanda Sigurgeirsdóttir var sú eina sem bauð sig fram til formanns KSÍ en kosningar fara fram á aukaþingi þann 2. október nk. Hún er því sjálfkjörin til embættisins líkt og stjórn og varastjórn sem einnig eru sjálfkjörin þar sem jafn margir buðu fram krafta sína og þurfti að manna. Formaður og stjórn sitja því til bráðabirgða og starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar árið 2022.
Meira