Framkvæmdir við leikskólalóð á Hofsósi hafa tafist fram úr hófi en senn líður að flutningum Tröllaborgar
feykir.is
Skagafjörður
29.09.2021
kl. 14.50
Nýtt húsnæði leikskólans Tröllaborgar á Hofsósi hefur verið tilbúið í nokkurn tíma en ekki hefur tekist að klára lóðaframkvæmdir. Engin tilboð bárust í verkið þegar það var boðið út fyrr á árinu og tafði ferlið. Vegna þessa hefur starfsemi skólans ekki verið flutt úr bráðabirgðahúsnæði sem skólinn flutti inn í eftir að mygla fannst í fyrra húsnæði árið 2016.
Meira
