Fréttir

Hér á ég heima

Ég hef nær allt mitt lífsskeið búið á Blönduósi, já ég veit, staðnum sem fáir vilja eiga sameiginlegt með samnanber nýliðnar kosningar um sameiningu innan Austur-Húnavatnssýslu. En þetta er staðan og við það þurfum við að lifa áfram í sátt, a.m.k. mun ég gera það.
Meira

Kæri kjósandi

Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu - Sigurlaug Gísladóttir Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn

Sigurlaugu Gísladóttur þekkja íbúar á Norðurlandi vestra sem verslunarmann í blóma og gjafavöruversluninni Húnabúð á Blönduósi en þar er einnig boðið upp á kaffi og heimabakað bakkelsi. Auk þess að vera verslunarmaður tekur Sigurlaug fram að hún sé einnig móðir, þegar spurt er um stöðu hennar í samfélaginu.
Meira

Röskuðu næturró rokkarans

Í gærkvöldi buðu Framsóknarmenn í Skagafirði upp á skemmtikvöld á Grand-inn þar sem eðalrokkarinn í Dimmu, Stefán Jakobsson, tróð m.a. upp með söng. Stóð skemmtunin fram að miðnætti eins og lög leyfa. Á sama tíma buðu ungir Sjálfstæðismenn til Pubquiz á veitingastaðnum Sauðá sem staðsettur er annars staðar í bænum en þar þeytti Helgi Sæmundur skífum. Unga Sjálfstæðisfólkið var hins vegar ekki á þeim buxunum að fara að sofa strax svo boðið var í teiti á kosningaskrifstofu þeirra á Aðalgötunni og virðist glaumur þess hafa raskað ró rokkarans um nóttina sem gisti handan götunnar.
Meira

Það er ekkert að óttast

Okkur hefur aldrei skort úrtöluraddir í þorpunum. Það er sífellt verið að segja okkur að þetta og hitt sé ekki hægt. Allt nýtt og ferskt sé ýmist ógerlegt eða of flókið. Vegurinn framundan torsóttur.
Meira

Opið hús í Nes Listamiðstöð á morgun

Nes Listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús í vinnustofu sinni á morgun, kosningadag, milli klukkan 14 og 16. Einnig verða listamenn með stuttan listagjörning kirkjunni á staðnum.
Meira

Rétttrúnaður sem sviptir okkur þjónustu

Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast. Rétttrúnaðurinn sem hér er rætt um er mantran og ofurtrúin á að samkeppni og hagræðing sé eina rétta stjórntækið á öllum sviðum mannlífsins.
Meira

FISK gefur björgunarvesti til Skagafjarðarhafna

Á dögunum afhenti FISK Seafood á Sauðárkróki Skagafjarðarhöfnum að gjöf tvo kassa með björgunarvestum sem staðsettir verða annars vegar austan við Hafnarhúsið á Sauðárkróki og hins vegar við Hafnarhúsið á Hofsósi. Í hvorum kassa eru 20 björgunarvesti í mismunandi stærðum og er gjöfin liður í að auka öryggi þeirra sem leggja leið sína á hafnirnar.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar

Guðmundur Gunnarsson er fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og segist vera 45 ára metnaðarfullur Vestfirðingur sem brenni fyrir hagsmunum landsbyggðanna. Guðmundur segir kjördæmið þurfi að eiga öflugan málsvara sem sjái til þess að mikilvæg framfaramál svæðisins séu alltaf á dagskrá. Hann leggur mikla áherslu á að við megum ekki gleyma að tryggja fólki grunnþjónustu og jarðveg til þess að sækja fram um allt land. Hann er tilbúinn í verkið og hvetur kjósendur í Norðvesturkjördæmi til að setja krossinn hjá sér á kjördag.
Meira

Mold og Hamfarapopp

Tónlistarmaðurinn Helgi Sæmundur er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Þar á meðal er samstarfsverkefni hans og Emmsjé Gauta, sem virðist hafa hætt sér út af malbikinu og út í moldina, því þeir kappar senda frá sér plötuna Mold á næstunni. Þrátt fyrir að vera ekki komin út er Mold engu að síður Plata vikunnar á Rás2 þessa vikuna. Þá kemur út nýtt lag á morgun, Hamfarapopp, með þeim æskuvinum, Helga Sæmundi og Arnari Frey, í Úlfur Úlfur en Salka Sól aðstoðar þá félaga í laginu.
Meira