Fréttir

Píratísk byggðastefna

Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað. Það er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir misklíð og flokkadrætti þegar ekki er hugað nægjanlega vel að þeim hópum samfélagsins sem standa höllum fæti. Lykillinn að samfélagi einingar og samstöðu liggur í að tryggja velferð og mannsæmandi kjör allra þeirra sem búa á landinu. Þetta á við um alla íbúa landsins í öllum kjördæmum þess.
Meira

Örkin, síðasti báturinn úr rekaviði, komin á Reykjasafn

Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum barst góður gripur í gær þegar Örkin var sett niður á safnasvæðið. Um er að ræða bát í eigu Guðjóns Kristinssonar frá Dröngum en smíðaður af föður hans Kristni Jónssyni.
Meira

Berjumst gegn fátækt á Íslandi! -Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri

Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða.
Meira

Myndlistarsýning í Áshúsi í tilefni af útgáfu bókarinnar Sumardagur í Glaumbæ

Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir listsýningu í Áshúsi í Glaumbæ þar sem sýndar verða myndirnar sem prýða bókina Sumardagur í Glaumbæ sem er einmitt að koma út þessa dagana. Sýningin verður opnuð 18. september. Myndirnar eru málaðar af franska listamanninum Jérémy Pailler sem þrívegis hefur heimsótt Ísland, tvívegis Nes listamiðstöð á Skagaströnd og einnig dvaldi hann og vann að list sinni í Kakalaskála. Að sjálfsögðu tók hann ástfóstri við landið okkar.
Meira

Samfélagsvegir – sveitalínan

Með sam­stilltu átaki tókst okk­ur Íslend­ing­um að stór­efla og bæta fjar­skipti í sveit­um lands­ins. Rann­sókn sem gerð var fyr­ir fjar­skipta­sjóð dró fram hversu mikla þýðingu það verk­efni hef­ur haft fyr­ir lífs­gæði, tekju­mögu­leika og byggðafestu í dreif­býli um land allt.
Meira

Sækir sér menntun í viðleitni sinni til að auka virði landbúnaðarframleiðslunnar

Framtíð landbúnaðar á Íslandi og afkoma bænda er sívinsælt umræðuefni og ekki síst núna í aðdraganda kosninga. Margir vilja stokka kerfið upp en fáum tekist að setja fingurinn á hina réttu leið. Bent hefur verið á að ungt fólk eigi erfitt með að hefja búrekstur eða ná viðunandi rekstrarafkomu búsins. Mikael Jens Halldórsson, frá Molastöðum í Fljótum, vill þó reyna að auka virði afurðanna og sækir nú nám í matvælagreinum í VMA.
Meira

Íbúðir í barnaskólahúsinu við Freyjugötu í sölu á næstu mánuðum

Það er mikið framkvæmt þessa dagana á Sauðárkróki og þegar blaðamaður fór á stúfana í gærmorgun var til að mynda verið að malbika á lóð gamla barnaskólahússins við Freyjugötu. Þrátt fyrir að framkvæmdum sé ekki lokið hefur byggingin tekið algjörum stakkaskiptum en gamli leikfimisalurinn var rifinn í sumarbyrjun og fyrir nokkru var sá partur hússins byggður upp að nýju. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Friðrik Þór Ólafsson hjá byggingaverktakanum Friðriki Jónssyni ehf.
Meira

„Okkar tími í efstu deild verður lengi í minnum hafður“

Feykir sagði frá því fyrr í dag að Guðni Þór Einarsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls í fótboltanum, hefur nú sagt skilið við liðið sitt enda búinn að flytja sig um set suður á mölina. Óhætt er að fullyrða að Guðni hafi staðið sig með mikilli prýði og ávallt verið Tindastóli til sóma líkt og liðið sem hann þjálfaði. Í tilefni af þessum tímamótum sendi Feykir kappanum nokkrar spurningar.
Meira

Framkvæmdir hafnar við stækkun gagnavers Etix Everywhere Borealis á Blönduósi

Hafnar eru framkvæmdir við stækkun gagnavers Etix Everywhere Borealis á Blönduósi en um er að ræða byggingu á nýju húsi sem hannað er til að hýsa fjölbreyttar þarfir viðskiptavina gagnaversins á öruggan og umhverfisvænan máta. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að snjallnetslausnir verða nýttar til að tryggja rekstraröryggi og auka nýtni orkuflutnings.
Meira

VILT ÞÚ BÚA Í LANDI TÆKIFÆRANNA?

Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem yfir 600 manns bíða áratugum saman á biðlista eftir húsnæði - en það er enginn heimskortur á byggingarefni, vinnufólki né peningum? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem fátækt eykst og fleiri þúsund manns eiga ekki fyrir mat út mánuðinn - samt er enginn skortur á matvælum í landinu?
Meira