Fréttir

Sjón að sjá þegar Silfrastaðakirkju var rennt út á Krók

Það hefur legið fyrir í talsverðan tíma að Silfrastaðakirkja í Blönduhlíð í Skagafirði þyrfti á nauðsynlegri yfirhalningu að halda. Fyrir nokkru var kirkjuturninn fjarlægður og í gær var kirkjan tekin af grunni sínum, hífð upp á vörubílspall og keyrð út á Krók til viðgerðar á Trésmiðjunni Ýr. Samkvæmt heimildum Feykis er reiknað með að viðgerðin geti tekið fjögur ár en kirkjan er 125 ára gömul í ár og ansi lúin.
Meira

Vanda kjörin formaður Knattspyrnusambands Íslands fyrst kvenna

Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var kosin nýr formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands segir að Vanda sé fyrsta konan sem er kosin formaður KSÍ og verður hún fyrst kvenna til þess að taka við embætti formanns í aðildarsambandi UEFA. Hún verður tíundi formaður KSÍ og tekur við af Guðna Bergssyni sem sagði nýverið af sér en ljóst er að verkefnin fram undan fyrir formann KSÍ eru mörg hver afar brýn og erfið.
Meira

Saga hrossaræktar – upphafið :: Kristinn Hugason skrifar

Íslenski hesturinn kom hingað til lands við landnám. Upprunastofninn hefur verið blandaður eins og mannfólkið en þó að uppistöðu til frá Noregi vestanverðum.
Meira

Hvað á barnið að heita?

Mannanöfn er einn angi íslenskunnar sem reynir á þetta fallega tungumál, já og landann. Hver hefur ekki skoðun á nafngift frumburðar frænku nágrannans? Það má ekki heita of gamaldags nafni en heldur ekki of nýmóðins, og hvað sem þú gerir, ekki segja að þú sért að bíða eftir úrskurði mannanafnanefndar. Sameinumst nú á hinni heilögu nafnamiðju svo að allir geti sofið rótt og kvíði ekki næstu skírn.
Meira

Slagarasveitin sendir frá sér Koss Bylgju

Húnvetningarnir í Slagarasveitinni hafa í ár unnið að upptöku nýs efnis sem líta mun dagsins ljós á næstu vikum og mánuðum. Fyrsta lagið sem Slagarasveitin sendir frá sér að þessu sinni, en sveitin var endurvakin nýlega eftir að hafa legið í dvala í ein 15 ár, er Koss Bylgju sem má nú finna á Spotify.
Meira

Ungur Skagfirðingur bar sigur úr bítum í evrópskri ljósmyndakeppni

Íris Lilja Jóhannsdóttir vann í vikunni verðlaun fyrir ljósmynd sína „Sæt tortíming“ í ljósmyndakeppni á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu. Íris Lilja er frá Hólum í Hjaltadal en stundar nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Í frétt á heimasíðu Landverndar kemur fram að Íris hafi staðið uppi sem sigurvegari Ungs umhverfisfréttafólks á Íslandi á framhaldsskólastigi árið 2021 og komst verkefnið hennar einnig í undanúrslit í alþjóðlegri keppni YRE (young reporters for the environment).
Meira

Góðan daginn, frú forseti

Alexandra Chernyshova, sem Norðlendingar þekkja vel vegna starfa hennar í sönglistinni, hefur ráðist í það stórvirki að semja óperu í þremur þáttum um ævi og störf frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem fyrst kvenna var kjörin þjóðarleiðtogi í heiminum. Alexandra semur bæði tónlist og handrit en ljóðin eiga Sigurður Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, Þórhallur Barðason, og Elísabet Þorgeirsdóttir auk Alexöndru sjálfrar.
Meira

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Birkimel í Varmahlíð auglýst

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur nú auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð í Birkimel í Varmahlið. Markmiðið með tillögunni er m.a. að svara aukinni eftirspurn eftir íbúðarlóðum á svæðinu er gert er ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Feykir sagði fyrst frá því í júlí sl. að mikil eftirspurn hafi verið eftir lóðum í Varmahlíð og í ljósi þess var vinnu við deiliskipulag hraðað.
Meira

Skallar og Blikar fá lið Tindastóls í heimsókn

Dregið var í 32-liða og 16-liða úrslit í VÍS bikarkeppni KKÍ í dag í húsakynnum VÍS í 108 Reykjavík og voru bæði karla- og kvennalið Tindastóls að sjálfsögðu í pottinum góða. Ekki bauð fyrrnefndur pottur Stólum upp á heimaleiki því stelpurnar mæta liði Breiðabliks í Kópavogi en strákarnir fara í Fjósið í Borgarnesi þar sem gulir og glaðir Skallagrímsmenn bíða spenntir.
Meira

Börn á Vatnsnesi þurfa væntanlega að hossast um ónýtan veginn alla sína skólagöngu

Vatnsnesvegur í Húnaþingi vestra hefur oft ratað í fréttirnar enda afar slæmur yfirferðar oft á tíðum, holóttur og mjór. Umferð ferðamanna um nesið hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og ekki er langt síðan hann markaði upphaf Norðurstrandarvegar vestan megin. Ef til vill upplifir ferðamaðurinn akstur sinn um veginn sem skemmtilegt ævintýri en það sem skiptir öllu máli er umferð íbúa nessins sem um hann fer dags daglega. Þar fara börnin fremst í flokki sem ferðast með skólabílnum drjúga stund á leið í skólann.
Meira