Vanda sjálfkjörin formaður KSÍ fram í febrúar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
27.09.2021
kl. 14.20
Vanda Sigurgeirsdóttir var sú eina sem bauð sig fram til formanns KSÍ en kosningar fara fram á aukaþingi þann 2. október nk. Hún er því sjálfkjörin til embættisins líkt og stjórn og varastjórn sem einnig eru sjálfkjörin þar sem jafn margir buðu fram krafta sína og þurfti að manna. Formaður og stjórn sitja því til bráðabirgða og starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar árið 2022.
Meira
