Fréttir

Vanda sjálfkjörin formaður KSÍ fram í febrúar

Vanda Sigurgeirsdóttir var sú eina sem bauð sig fram til formanns KSÍ en kosningar fara fram á aukaþingi þann 2. október nk. Hún er því sjálfkjörin til embættisins líkt og stjórn og varastjórn sem einnig eru sjálfkjörin þar sem jafn margir buðu fram krafta sína og þurfti að manna. Formaður og stjórn sitja því til bráðabirgða og starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar árið 2022.
Meira

Oddviti Pírata vill endurtaka kosningarnar í Norðvesturkjördæmi

Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. Kæran verður lögð fram formlega á næstu dögum. Eftir atvikum verður kæra einnig send til lögreglu.
Meira

Amber og Jónas Aron best í Tindastól

Uppskeruhátíð meistaraflokka Tindastóls í fótbolta var haldin á veitingastaðnum Sauðá á Sauðárkróki sl. laugardagskvöld að viðstöddum allflestum leikmönnum liðanna, þjálfurum og stjórn. Þar voru bestu og efnilegustu leikmennirnir valdir ásamt bestu liðsfélögunum.
Meira

Íbúar Húnavatnshrepps kusu sameiningarviðræður við Blönduósbæ

Um leið og kosið var til Alþingis sl. laugardag, fór fram skoðunarkönnun á vegum sveitarstjórnar Húnavatnshrepps um hvort íbúar sveitarfélagsins vildu að farið yrði í sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Flestir sögðu já og var niðurstaðan afgerandi.
Meira

Donni ráðinn þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála hjá Tindastól

Í dag skrifuðu stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og Halldór Jón Sigurðsson, Donni, undir þriggja ára samstarfssamning um að Donni taki að sér aðalþjálfarastöðu beggja meistaraflokka félagsins auk þess að vera yfirmaður knattspyrnumála.
Meira

Framsókn og ríkisstjórnin sigurvegarar kosninganna

Kosið var til Alþingis í gær og þegar atkvæði höfðu verið talin var ljóst að niðurstaða var sigur Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar sem bætti við sig tveimur þingmönnum frá því í kosningunum 2017. Það var Framsókn sem ber ábyrgð á bætingunni því flokkurinn náði inn 13 þingmönnum nú en hafði átta fyrir. Í Norðvesturkjördæmi hlaut Framsókn þrjá þingmenn undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, fékk 25,8% atkvæða sem er ríflega 7% meira en 2017.
Meira

Keyrði gamlan bíl foreldra sinna til dauða við undirspil Daft Punk / ELÍN HALL

Elín Hall svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hún er árgangur 1998 og býr í Hlíðunum í Reykjavík, ólst þar upp sem og í Montreal í Kanada. „Foreldrar mínir fluttu fram og til baka á milli og ég bý svo vel að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt. Svo mér finnst franska Kanada alltaf eiga smá í mér. Annars þá á ég vegabréf Leifs Sigurðssonar langafa míns sem fæddur var í Stokkhólma í Skagafirði. Ég á því ættingja í Blönduhlíðinni og þar í kring. Afi og amma mín, Guðmundur Ingi og Elín, bjuggu líka heillengi fyrir norðan en afi var skólastjóri á Hofsósi og svo fræðslustjóri á Blönduósi þegar mamma var barn svo það má segja að ég hafi allavega smá rætur norður,“ segir Elín sem er reyndar einnig í sambandi með Króksaranum Reyni Snæ Magnússyni, sem er fastamaður í íslenska gítarleikaralandsliðinu.
Meira

Stór dagur í dag

Í dag eru alþingiskosningar. Þá er mikilvægt að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn. Það er alltaf mikilvægt, en ekki síst núna þegar kannanir benda til þess að níu flokkar geti náð kjöri, og margir þeirra eru eins, og sumir undan hvorum öðrum. Þá er mikilvægt að breiðfylking sé til staðar á pólitíska litrófinu.
Meira

Sögulegt tækifæri

Á kjördegi stöndum við frammi fyrir sögulegu tækifæri til breytinga á Íslandi. Ég kalla það sögulegt tækifæri því í dag getum við ákveðið að hafna þeim stjórnarháttum sem hér hafa verið viðhafðir í 26 ár af síðustu 30 og velja í staðinn stjórnvöld sem eru tilbúin til að ráðast í stóru verkefnin framundan með almannahagsmuni að leiðarljósi.
Meira

Kæri kjósandi og kæri lesandi, nú er komið að því

Nú er komið að því að velja og val þitt virðist erfitt. Í dag á að velja flokk eða kannski að velja það sem að sumir segja fokk því þeir eru allir eins þessir stjórnmálamenn, það er sami rassinn undir þeim öllum. Ef að svo væri þá liti minn allt öðruvísi út en hann gerir.
Meira