Skagfirskir verktakar ehf. með lægsta tilboð í Þverárfjallsveg
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
17.08.2021
kl. 16.54
Í dag opnaði Vegagerðin tilboð í byggingu nýs vegar á milli Blönduóss og Skagastrandar eða nánar tiltekið Þverárfjallsvegar (73) í Refasveit og Skagastrandarvegar (74) um Laxá. Tilboðin reyndust þrjú; frá Ístaki hf. í Mosfellsbæ, Borgarverki ehf. í Borgarnesi og Skagfirskum verktökum ehf á Sauðárkróki sem voru með lægsta tilboðið sem var um 100 milljónum hærra en áætlaður verktakakostnaður.
Meira
