Fréttir

Heimur Jóns og Helgu - Málþing í Kakalaskála 28. ágúst

Laugardaginn 28. ágúst kl. 14 verður málþing í Kakalaskála um Jón Arason biskup og Helgu Sigurðardóttur fylgikonu hans.
Meira

Samningur um sálfræðiþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu

Félags- og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu í gær 2 ára samning sem lýtur að sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu ásamt auknu samstarfi við barnavernd á svæðinu.
Meira

Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival

Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival – HIP Fest – fer fram í annað sinn dagana 8-10. október 2021. Á hátíðina koma á þriðja tug erlendra listamanna frá 8 löndum sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir, á meðan á hátíðinni stendur.
Meira

Vinna við nýtt tengivirki í Hrútatungu gengur vel

Í Hrútatungu er verið að reisa nýtt tengivirki fyrir Landsnet en það fór fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019. Eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu fyrirtækisins ganga framkvæmdir mjög vel.
Meira

Útgáfuhóf bókarinnar um Eyþór Stefánsson

Næstkomandi föstudag verður haldið útgáfuhóf bókarinnar Eyþór Stefánsson tónskáld Ævisaga, sem Sölvi Sveinsson hefur tekið saman en gefin út af Sögufélagi Skagfirðinga. Bókin kemur út í tilefni 120 ára fæðingarafmælis Eyþórs sem einnig ber upp á 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks. Eyþór fæddist árið 1901 og var kjörinn heiðursborgari Sauðárkróks árið 1971.
Meira

Fyrirlestraröðin á Selasetrinu hefst að nýju í kvöld

Selasetur Íslands á Hvammstanga mun í vetur halda áfram með fyrirlestaröð þar sem að vísindamenn úr hinum og þessum áttum koma og halda fyrirlestra. Fyrsti fyrirlesturinn eftir sumarfrí hefst í kvöld, mánudaginn 23. ágúst klukkan 20:00.
Meira

Sigríður Inga Viggósdóttir ráðin forstöðumaður Árvistar

Ráðinn hefur verið nýr forstöðumaður Árvistar á Sauðárkróki, Sigríður Inga Viggósdóttir og tekur við af Rögnu Fanneyju Gunnarsdóttur. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að Sigríður Inga sé með B.Sc próf í íþróttafræði og hafi víðtæka reynslu af störfum með börnum á grunnskólaaldri.
Meira

Beggja vegna

Ég vil byrja á því að þakka henni Lillu minni fyrir að skora á mig þótt það sé nú ekki auðvelt að feta í hennar fótspor. Eftir að hafa velt fyrir mér hvað ég hefði mögulega að segja benti systir mín mér á að ég gæti skrifað um Drangey en sú perla (eyjan og systirin) er mér mjög kær. Þar að auki finnst mér áhugavert að skoða hvernig mannskepnan tekst á við breytingar og hvernig við lögum okkur að nýjum aðstæðum.
Meira

Leiðtogar Flokks fólksins í öllum kjördæmum kynntir

Í skeyti frá Flokki fólksins segir að með stolti séu leiðtogar hans kynntir í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Inga Sæland alþingismaður, öryrki og formaður Flokks fólksins er oddviti Reykjavíkurkjördæmis suður en Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur og formaður Orkunnar okkar er oddviti Norðvesturkjördæmis.
Meira

Bólusetningar á Sauðárkróki á miðvikudaginn

Bólusetningar halda áfram hjá HSN á Sauðárkróki. Bólusett verður á miðvikudaginn og að þessu sinni er bólusett á heilsugæslunni, gengið er inn um innganginn við hlið endurhæfingu.
Meira