Fréttir

Skrifað undir viljayfirlýsingu um aukinn flutning raforku til gagnaversins á Blönduósi

Á heimasíðu Landsnets var sagt frá því seinni partinn í júlí að Landsnet og Etix Borealis, sem rekur gagnaver á Blönduósi, hafi undirritað viljayfirlýsingu um aukinn flutning á raforku til gagnaversins. Aukningin fer fram í áföngum, þar sem í fyrsta áfanga verður nýtt svokallað snjallnet (smartgrid) til að auka flutninginn og tryggja rekstraröryggi flutningskerfisins.
Meira

„Okkar framtíð er í okkar höndum“

Feykir hafði samband við Óskar Smára Haraldsson, annan þjálfara Stólastúlkna, eftir tapleik gegn meistaraliði Breiðabliks í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi. Óskar Smári var sáttur við framlagið hjá liðinu. „ Það er ekki annað hægt [fyrir okkur þjálfarana] en að vera ánægðir með stelpurnar. Þær lögðu sig allar sem ein fram, hlupu eins og engin væri morgundagurinn og höfðu trú á verkefninu.“
Meira

Húnvetningar komnir með níu tær inn í úrslitakeppnina

Lið Kormáks/Hvatar er á siglingu í D-riðli 4. deildar en liðið vann sinn þriðja leik í röð í dag þegar þeir mættu Knattspyrnufélagi Breiðholts (KB) á Domusnovavellinum í dag. George Chariton hélt áfram að skora og kom gestunum yfir rétt fyrir hlé og Húnvetningar bættu við tveimur mörkum til að gulltryggja sigurinn áður en heimamenn klóruðu í bakkann í lokin. Lokatölur 1-3.
Meira

Meistarar Blika of stór biti fyrir banhungraðar Stólastúlkur

Íslandsmeistararnir úr Kópavogi, lið Breiðabliks, kom í heimsókn á Krókinn í gær til að skoða sólina og spila við lið Tindastóls í Pepsi Max deildinni góðu. Stólastúlkur hefur sjálfsagt dreymt um að leggja meistarana í gras en þrátt fyrir draumabyrjun Tindastóls þá reyndust Blikar búa yfir of miklum gæðum og nýttu sér nokkur mistök heimaliðsins til að sigla heim 1-3 sigri.
Meira

Edda Brynleifsdóttir ráðin aðstoðarleikskólastjóri í Barnabæ

Edda Brynleifsdóttir hefur verið ráðin í fasta stöðu aðstoðarleikskólastjóra á leikskólanum Barnabæ á Blönduósi. Edda útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2005, starfaði sem deildarstjóri, sérkennslustjóri og aðstoðarleikskólastjóri á Seljaborg í Reykjavík ásamt því að starfa einnig á Laufásborg í Reykjavík.
Meira

Bólusetningar hjá HSN í næstu viku

Í næstu viku verður þeim sem fengu Janssen bóluefni boðinn örvunarskammtur með Pfizer bóluefni. Ekki er mælt með að þeir sem eru með sögu um Covid -19 fái örvunarskammt í bili.
Meira

Kærkominn sigur Tindastóls kom í Kópavoginum

Augnablik tók á móti liði Tindastóls á Kópavogsvelli í gærkvöldi í 3. deild karla í knattspyrnu. Stólarnir höfðu tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og útileikur gegn einu af liðunum sem er að berjast um að komast upp í 2. deild því kannski ekki óskastaðan fyrir Hauka þjálfara og lærisveina hans. En strákarnir komu sperrtir til leiks og sýndu að þeim er ekki alls varnað. Lokatölur 2-4 og þrjú dýrmæt stig fleyttu liðinu upp úr fallsæti.
Meira

Smitum fjölgar í Skagafirði – Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir á landamærum

Í fyrradag gaf aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra út nýja stöðutöflu yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun eða sóttkví vegna Covid á svæðinu. Enn fjölgar smituðum en staðan hefur þó batnað í Húnavatnssýslum þar sem smitaðir teljast nú tveir en fjölgað hefur nokkuð í Skagafirði þar sem 14 eru smitaðir.
Meira

Stólastúlkur taka á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld

Það er ósennilegt að einhverjir hafi átt von á því fyrir örfáum misserum að meistaraflokkslið Tindastóls í knattspyrnu tæki á móti verandi Íslandsmeisturum í leik í deildarkeppni. En það er þannig dagur í dag því í kvöld kemur léttleikandi lið Íslandsmeistara Blika úr Kópavoginum á Krókinn þar sem baráttuglaðar Stólastúlkur bíða spenntar eftir þeim. „Íslandsmeistararnir á Sauðárkróksvelli var einn af þessum leikjum sem maður horfði strax til þegar leikjaplanið var gefið út í vor,“ sagði Guðni Þór, annar þjálfara Stólastúlkna, við Feyki nú skömmu fyrir hádegi. „Við höfum mætt þeim tvisvar í sumar og gefið hörkuleik í bæði skiptin og ég á von á því að það sama verði uppi á teningnum í kvöld, mikil barátta og ekkert gefið eftir.“
Meira

Atvinna: félagsráðgjafi í barnavernd

Félags- og skólaþjónusta A-Hún auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ráðning er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Meira