Fréttir

Rabb-a-babb 198: Arnrún Bára

Nafn: Arnrún Bára Finnsdóttir. Fjölskylduhagir: Gift Kristjáni Blöndal og saman eigum við tvær dætur. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Foreldrar mínir eru Finnur Kristinsson & Guðbjörg Ólafsdóttir. Ég er uppalin á Skagaströnd. Starf / nám: Hársnyrtimeistari, sveitarstjórnarfulltrúi / B.Ed í Grunnskólakennslufræðum. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Hjólaskautar, hjól, skíði og allt sem að tengdist útivist og hreyfingu. Hvernig slakarðu á? Í sumarbústað, í heitum potti eða í góðum göngutúr. Annars þarf ég að fara að æfa mig betur í því að slaka á.
Meira

Ísak Óli hlýtur styrk úr afrekssjóði FRÍ

Þann 17. Maí úthlutaði Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) styrkjum úr afrekssjóði FRÍ. Tilgangur afrekssjóðs FRÍ er að styrkja það frjálsíþróttafólk sem hefur náð góðum árangri í sínum greinum, fyrir komandi keppnistímabil.
Meira

Á frívaktinni af stað á ný - "Mæli ég eindregið með því að fjölmenna á þessa skemmtilegu sýningu"

Sýningar Leikfélags Sauðárkróks á leikritinu Á frívaktinni fara af stað á ný eftir tveggja vikna hlé vegna Covid aðgerða í kjölfar hópsmits sem kom upp á Sauðárkróki. Leikfélagið náði að frumsýna verkið föstudagskvöldið 7. maí en daginn eftir var allt komið í lás. Næsta sýning á morgun fimmtudag. Alls er gert ráð fyrir níu sýningum þetta leikár og samkvæmt sýningarplani verður lokasýning þriðjudaginn 1. júní. Soffía Helga Valsdóttir kíkti í leikhús og ritaði umsögn um upplifun sína á frumsýningu LS, sem birtist í 19. tbl. Feykis.
Meira

Maria Gaskell nýr skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Maria Gaskell hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskóla en auglýst var eftir einstakling í það starf þann tólfta febrúar síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Sveitarfélagsins Húnaþings Vestra.
Meira

Ný störf hjá Golfklúbbi Skagafjarðar

Nú er Golfsumarið að fara af stað og er Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) í óða önn að undirbúa sumarið uppi á Hlíðarendavelli. Ný störf hafa verið sköpuð og hefur Atli Freyr Rafnsson verið ráðinn íþróttastjóri og Karen Owolabi verslunar- og þjónustustjóri.
Meira

Matvælastofnun biður um tilkynningar um dauða villtra fugla

Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis.
Meira

Sæþór Már ráðinn blaðamaður á Feyki í sumar

Sæþór Már Hinriksson hefur verið ráðinn blaðamaður á Feyki í sumarafleysingar og hóf störf í gær. Sæþór segist alltaf hafa verið opinn fyrir því að prófa nýja hluti en hann hafði aldrei prófað að vera blaðamaður og fannst því vera kominn tími á það. „Ég hef líka alltaf haft gaman af því að tala við fólk, eða að minnsta kosti gasa um ýmsa hluti og ekki skemmir fyrir að ég hef líka mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Ég hef mikinn áhuga á okkar nærsamfélagi og reyni að setja mig inn í helstu hluti og málefni sem snerta það, og hef því að taka þátt í því með Feyki að vera spegill á samfélagið,“ segir hann.
Meira

Lið Varmahlíðarskóla í úrslit Skólahreysti

Lið Varmahlíðarskóla er komið áfram í úrslitakeppni Skólahreysti 2021 sem fer fram þann 29. maí næstkomandi.
Meira

Stór vika framundan í Textílmiðstöðinni

Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi stendur fyrir tveimur viðburðum tengdum HönnunarMars 2021. Annars vegar afhending verðlauna í Ullarþoni, hugmynda- og nýsköpunarkeppni sem haldin var í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hins vegar formleg opnun TextílLabs á Blönduósi. Í tilkynningu frá Textílmiðstöðinni kemur fram að verðlaun í Ullarþoni verða afhend af hr. Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands nk. fimmtudag, 20. maí kl. 17 á svæði Textílfélagsins á Hafnartorgi, Kolagötu 2.
Meira

Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga hlaut Eyrarrósina 2021

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var afhent í sautjánda sinn sunnudaginn 16. maí, við hátíðlega athöfn á Patreksfirði. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin. Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga hlaut viðurkenninguna að þessu sinni og er það í fyrsta sinn sem Eyrarrósin fellur í skaut verkefnis á Norðurlandi vestra. Greta Clough, stofnandi og listrænn stjórnandi Handbendis tók á móti viðurkenningunni og verðlaunafé að upphæð kr. 2.500.000. Viðurkenningunni fylgir að auki boð um að standa á viðburði á Listahátíð 2022 og framleitt verður vandað heimildamyndband um verkefnið.
Meira