Rabb-a-babb 198: Arnrún Bára
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Rabb-a-babb
19.05.2021
kl. 09.25
Nafn: Arnrún Bára Finnsdóttir. Fjölskylduhagir: Gift Kristjáni Blöndal og saman eigum við tvær dætur. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Foreldrar mínir eru Finnur Kristinsson & Guðbjörg Ólafsdóttir. Ég er uppalin á Skagaströnd. Starf / nám: Hársnyrtimeistari, sveitarstjórnarfulltrúi / B.Ed í Grunnskólakennslufræðum. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Hjólaskautar, hjól, skíði og allt sem að tengdist útivist og hreyfingu. Hvernig slakarðu á? Í sumarbústað, í heitum potti eða í góðum göngutúr. Annars þarf ég að fara að æfa mig betur í því að slaka á.
Meira
