Fréttir

Sannkölluð sigurstemning þegar bikarinn í Lengjubikarnum var afhentur í dag

Það var sannarlega stemning eftir annars grátlegt tap Stólastúlkna gegn FH á KS vellinum í Lengjubikarkeppninni í dag. Sannkallaður markaleikur sem endaði 4-5 fyrir gestina. En gremjan yfir því svekkelsi var fljót að hverfa þar sem bikarinn fyrir sigur í Lengjudeild síðasta árs var afhentur sigurvegurunum af Króknum í skemmtilegri athöfn stuttu eftir leik.
Meira

Mataruppskriftir sem gera gott laugardagskvöld enn betra!

Matgæðingar í tbl 38 2020 eru þau Viktor Guðmundsson og Ragna Fanney Gunnarsdóttir. Þau eru búsett á Sauðárkróki og eiga þrjú börn. Viktor er matreiðslumaður á Málmey Sk 1 og sér einnig um eldamennskuna þegar hann er í landi. Ragna er leik- og grunnskólakennari og vinnur í Árskóla. Hún hefur meira gaman af því að gera eftirréttina og sósurnar og reynir að komast af með sem minnsta eldamennsku þegar Viktor er á sjónum.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Seyla á Langholti

Þetta bæjarnafn kemur mjög víða fyrir í fornum skjölum og brjefum, og er ritað með y (ekki i. Sjá Dipl. Ísl. VIII. b., bls. 231 og víðar. Dipl. Ísl. VII. b., bls. 773 og víðar). Sem bæjarheiti kemur það aðeins fyrir í Skagafjarðarsýslu, og má telja það merkilegt mjög.
Meira

Samstaða og bjartsýni í Húnaþingi vestra - Áskorandi Guðmundur Haukur Sigurðsson Hvammstanga

Í upphafi nýs árs þá tíðkast gjarnan að líta um öxl og eins að horfa aðeins fram á veginn. Við hér í Húnaþingi vestra höfum tvö síðustu ár þurft að fást við ýmiss krefjandi verkefni sem reynt hafa á íbúana og þeir sýnt hvers þeir eru megnugir. Rifjum upp þrennt sem mér finnst standa upp úr.
Meira

Bikar Stólastúlkna loks á loft á morgun

Það verða spilaðir tveir fótboltaleikir á gervigrasinu á Króknum nú um helgina. Það verður grannaslagur á sunnudaginn þegar strákarnir taka á móti liði KF úr Fjallabyggð en á morgun, laugardaginn 6. janúar, spila Stólastúlkur við lið FH í Lengjubikarnum og að leik loknum mun liðið loks hefja á loft bikarinn fyrir sigur í Lengjudeildinni síðarliðið sumar.
Meira

188 áhorfendur mega mæta í Síkið á sunndaginn

KR-ingar mæta í Síkið á sunnudag þar sem hungraðir og stigaþyrstir heimamenn bíða eftir þeim. Þetta verður fyrsti leikurinn síðan í haust þar sem áhorfendur mega mæta á pallana en að sjálfsögðu gilda strangar reglur um sóttvarnir og panta þarf sæti í Síkinu með fyrirvara. Aðeins 188 áhorfendur mega mæta til leiks þar sem gæta þarf að tveggja metra reglunni sígildu en pallarnir í Síkinu er 376 fermetrar.
Meira

Ert þú með nikkelóþol?

Ef þú færð húðertingu undan skartgripum sem eru óekta þá eru ágætar líkur á því að þú sért einnig með óþol fyrir nikkelríkri fæðu. Já þú last rétt... það leynist nikkel í mörgum fæðutegundum sem við neytum á hverjum degi og fyrir þann sem er að taka til í mataræðinu sínu með að borða hollari fæðutegundir getur þetta óþol ruglað marga í rýminu því það leynist nikkel í mörgu sem er hollt.
Meira

Auður HU 94 á Skagaströnd hefur landað yfir 100 tonnum á kvótaárinu

Í gær var sagt frá því á vef Skagastrandar að Auður HU 94 á Skagaströnd hefur verið aflahæsti báturinn á landinu undir 8 bt það sem af er ári. Landaður afli í bæði janúar og febrúar nam rúmum 20 tonnum og er Auður HU 94 eini báturinn í þessum stærðarflokki á landsvísu sem hefur landað yfir 100 tonnum það sem af er kvótaárinu.
Meira

Er ekki eitthvað skárra í sjónvarpinu?

Það er ekki mikil gleðin sem stuðningsmenn Tindastóls í karlakörfunni fá út úr því að horfa á liðið sitt þessa dagana. Það virðist vera djúpt á leikgleðinni og leikur liðsins er ekki beinlínis til að hrópa húrra yfir. Í gær spiluðu strákarnir gegn liði ÍR í Breiðholtinu, mikilvægur leikur og í raun ekkert annað en sigur á dagskránni. En það er því miður varla hægt að segja að Stólarnir hafi mætt til leiks og heimamenn unnu þægilegan 22 stiga sigur sem var aldrei í hættu. Lokatölur voru 91-69.
Meira

Sterkir innviðir – góð búsetuskilyrði

Í starfi mínu í bæjarstjórn Vesturbyggðar er mér tíðrætt um innviði og uppbyggingu þeirra. Hvers vegna? Segja má að umræða um mál tengd innviðum sé algeng í mínu nærumhverfi þar sem hnignun hafði verið viðvarandi um nokkurt skeið í sveitarfélaginu. Það sem gerist við slíkar aðstæður er að innviðir fúna.
Meira