Fréttir

Samspil í sveitinni

Nú í maí kynnti Tónlistarskóli Skagafjarðar Nótu-atriðið sitt en þá var myndbandi með flutningi nemenda skólans á laginu Elska þig, sem Magnús Eiríksson setti saman og Mannakorn gerðu vinsælt, skellt á netið. Nemendurnir sem flytja lagið koma frá starfsstöðvum skólans á Hofsósi og Varmahlíð.
Meira

Vorið kom á beði af Lego-kubbum og Cheerios

Magnúsi Frey Gíslasyni á Sauðárkróki er margt til lista lagt. Arkitektinn, hönnuðurinn og húsgagnasmiðurinn sýslar einnig við tónlist og hefur til að mynda um langan tíma verið í hljómsveitinni Stafrænn Hákon. Nú á dögunum sendi hann þó frá sér hið undurfallega lag Vor, í eigin nafni. „Lagið varð til á fimm mínútum þar sem ég gekk á beði af Lego kubbum og Cheerios í miðri Covid leikskólalokun,“ tjáir Magnús Freyr Feyki.
Meira

Sundstaðir opna á ný

Það er engin spurning að margir hafa glaðst í morgun þegar sundlaugar landsins opnuðu á ný eftir átta vikna lokun. Flestar sundlaugar á Norðurlandi vestra tóku á móti gestum árla morguns, aðrar verða opnaðar síðar í dag en Blönduósingar þurfa þó að bíða enn um sinn þar sem ekki tókst að ljúka viðhaldi á sundlaugarsvæðinu í tæka tíð.
Meira

Bíll eyðilagðist í eldi á Svínvetningabraut

Eldur kviknaði í bíl á Svínvetningabraut rétt við bæinn Kagaðarhól í gær. Enginn slasaðist í eldinum. Lögreglu og slökkvilið fengu tilkynningu eld í tengitvinnbíl um klukkan hálf þrjú og var mikill eldur og reykur var í bílnum.
Meira

Fjölgaði um 60 manns á Norðurlandi vestra á fimm mánaða tímabili

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 60 frá 1. desember sl. og eru nú orðnir alls 7387 talsins sem gerir fjölgun upp á 0,8%. Fjölgun varð í öllum sveitarfélögunum á svæðinu utan eins, samkvæmt samantekt Þjóðskrár Íslands.
Meira

Krithóll í Lýtingsstaðahreppi :: Torskilin bæjarnöfn

Til forna hefir bærinn heitið Gegnishóll. Bezta heimild fyrir því er í kaupbrjefii frá árinu 1445. Þar segir svo: „ Hér með seldi greindr Torfi (þ.e. Torfi Arason) jörðina Gegnishól, er nú er kallaðr Kryddhóll“ (Dipl. Ísl. IV., bls.666). Nafnbreytingin hefir því líklega orðið á öndverðri 15. öld.
Meira

Ætlar að einbeita sér að þjálfun :: Liðið mitt - Fannar Freyr Gíslason fyrrverandi Man. Utd.

Knattspyrnumaðurinn Fannar Freyr Gíslason hefur marga fjöruna sopið á keppnisvöllum landsins en hann hóf keppnisferil sinn í meistaraflokki með uppeldisfélaginu, Tindastóli, árið 2006, þá aðeins 15 ára gamall. Eftir fjögur ár á Króknum hófst nýr kafli hjá kappanum og gekk hann í raðir ÍA sem þá léku í 1. deild. Seinna skipti hann yfir í HK og flakkaði svo örlítið á milli liða á Norðurlandi, Tindastóls, KA og Magna Grenivík þar sem hann lék sinn síðasta leik 2017, í bili a.m.k. eftir 147 meistaraflokksleiki og 30 mörk. Fannar Freyr svarar spurningum í Liðinu mínu þessa vikuna.
Meira

Síld í kápu - leiðrétt uppskrift

Í nýjasta tölublaði Feykis, 19. tbl. 2020, birtist uppskrift að girnilegu síldarsalati sem kallast „Síld í kápu". Svo illa vildi til að villa slæddist með í upphafi uppskriftarinnar þar sem gefinn er upp hvítur fiskur. Hið rétta er að enginn hvítur fiskur á að vera í salatinu og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. Hér birtist uppskriftin eins og hún á að vera:
Meira

Sumarstörf fyrir námsmenn á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir til umsóknar þrjú sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Eru störfin hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun til þess að fjölga tímabundið störfum fyrir námsmenn vegna Covid-19.
Meira

Dreifing Skagfirðingabókar dregst fram á haustið

Skagfirðingabók ársins 2020 kom úr prentun í byrjun apríl sl. en vegna ástandsins í þjóðfélaginu var ákveðið að dreifa henni ekki fyrr en í haust, væntanlega í byrjun september, enda kemur ekki önnur bók frá félaginu á þessu ári. Ritstjórn bókarinnar biður áskrifendur og velunnara bókarinnar að hafa biðlund og afsaka þessa töf sem til er orðin vegna óviðráðanlegra orsaka. Í 10. tbl. Feykis var viðtal við Hjalta Pálsson, ritstjóra Skagfirðingabókar þar sem hann sagði frá þessari tímamótaútgáfu en bókin mun vera sú 40. í röðinni.
Meira