Fréttir

Ræsing Norðurlands vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, leitar nú að góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs í sveitarfélögunum. Þátttakendur fá leiðsögn og fræðslu um hugmyndavinnu, vöru- og þjónustuþróun, fjármögnun og áætlanagerð. Verkefnið verður unnið í júní og verða áætlanir rýndar í ágúst.
Meira

Slæmt ástand vega á Norðurlandi vestra

Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar, vekur athygli á slæmu ástandi þjóðvegar frá Blönduósi að Þverárfjallsvegi á Facebook síðu sinni í síðustu viku. Þar segist hann hafa tekið smá rúnt að Þverárfjallsvegi og telur hann veginn nánast stórhættulegan. „Skagastrandarvegur er að verða í vægast sagt slæmu ástandi, eiginlega stórhættulegur þar sem gert er ráð fyrir að hann megi aka á 90 km hraða. Þar sem á að skila hönnun á nýjum vegi með breyttri legu og nýju brúarstæði á Skagastrandarvegi núna 15. maí þá þykir mér einboðið að sá vegur verði boðinn út hið snarasta,“ skrifar Guðmundur.
Meira

Tónlist Ouse sótt 1,4 milljón sinnum á mánuði

Á heimasíðu menntamálaráðuneytisins kemur fram að samtals hafi verið veitt 18.000.000 kr. til 67 mismunandi hljóðritunarverkefna. Skiptast styrkveitingar þannig að 39 þeirra fara til ýmiss konar rokk-, hip-hop- og poppverkefna, 22 styrkveitingar til samtímatónlistar, raftónlistar og annarrar tónlistar af ýmsum toga og sex jazzverkefni voru styrkt.
Meira

Ný slökkvistöð Brunavarna Austur-Húnvetninga afhent

Formleg afhending nýrrar slökkvistöðvar á Blönduósi fór fram sl. föstudag en Brunavarnir Austur-Húnvetninga (BAH), sem er byggðarsamlag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps um brunavarnir í sveitarfélögunum, festi kaup á húsnæðinu sem stendur stakt að Efstubraut 2 á Blönduósi, þar sem áður var lager fyrirtækisins Léttitækni. Á Facebooksíðu BAH kemur fram að húsnæðið hafi verið byggt árið 2007 og er 486 fm.
Meira

Dagur hjúkrunar – takk hjúkrunarfræðingar

Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi.
Meira

Hófu umhverfisdaga 2020 í gær

Starfsfólk ráðhúss Sveitarfélagsins Skagafjarðar tók forskot á Umhverfisdaga 2020 og hóf áskorendaleikinn í gær er það hreinsaði rusl við strandgarðinn og í kring við Strandveg, fyrir neðan Sæmundargötu. Eftir góðan dag og mikinn afla var ákveðið að skora á Byggðastofnun og Tengill að bregða sér út í vorið og fegra umhverfið.
Meira

Sigurður Líndal ráðinn verkefnastjóri Vestfjarðastofu

Sigurður Líndal Þórisson hefur verið ráðinn verkefnastjóri Vestfjarðastofu á Hólmavík. Sigurður hefur síðastliðin fjögur ár verið framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands og þar áður var hann í stjórnunarstöðu hjá risafyrirtækinu Expedia í London. Hann er með mastersgráðu í stefnumótun og stjórnun listastofnana frá Birkbeck College, University of London og var í tólf ár stundakennari við sviðslistadeildir listaháskóla í London.
Meira

Átaksverkefni til að fjölga sumarstörfum námsmanna

Félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að verja um 2,2 milljörðum króna í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Markmið verkefnisins er að með átakinu verði til 3.400 tímabundin störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, á milli anna sem skiptast á milli opinberra stofnana og sveitarfélaga. Um er að ræða 4,5 sinnum stærra átak en ráðist var í eftir hrunið árið 2008.
Meira

Hvað vakir fyrir sjávarútvegsráðherra?

Í þjóðfélagi þar sem röð og regla ríkir og félagslegt skipulag er viðurkennt dytti ekki nokkrum ráðherra í hug að sýna heilli starfsstétt viðmót eins og grásleppusjómönnum með fyrirvaralausri stöðvun veiða þann 3. maí s.l. Til þessa ráðs grípur ráðherra á krísutímum í efnahags- og atvinnulífi þegar verið er að róa lífróður á öllum sviðum í þeirri viðleitni að halda úti vinnu, afla lífsviðurværis og verðmæta fyrir þjóðfélagið. Þetta er gert við þær aðstæður þar sem grásleppuveiðar ganga vel, allt bendir til þess að stofninn sé í góðu horfi og hætta á ofveiði hverfandi.
Meira

Útfararþjónusta á Norðurlandi vestra

Fyrir skömmu tók til starfa nýtt fyrirtæki á Norðurlandi vestra þegar hjónin Jón Ólafur Sigurjónsson og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Skagaströnd settu á fót útfararstofu, þá fyrstu á svæðinu. Fyrirtækið hefur hlotið nafnið Hugsjón – útfararþjónusta og er ætlunin að þjónusta allt Norðurland vestra. Feykir hafði samband við Jón og innti hann fyrst eftir því hvernig og hvers vegna hugmyndin að fyrirtækinu hafi kviknað.
Meira