Fréttir

Umhverfisdagar Skagafjarðar á föstudag og laugardag

Umhverfisdagar Skagafjarðar eru haldnir í dag og á morgun, dagana 15. og 16. maí. Á umhverfisdögum eru íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði hvött til að taka höndum saman, tína rusl, taka til og fegra nærumhverfi sitt og umfram allt, njóta umhverfisins.
Meira

Ráðast þarf í dýpkunarframkvæmdir við Hvammstangahöfn

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var í gær, fimmtudaginn 14. maí, var tekin til umfjöllunar og tekið undir bókun byggðaráðs Húnaþings vestra frá 20. apríl síðastliðnum varðandi dýpkunarframkvæmdir í Hvammstangahöfn. Í fundargerð byggðarráðs kemur fram að slíkar framkvæmdir teljist nauðsynlegar í ljósi þes að áburðarskip tók niðri í hafnarmynninu í aprílmánuði.
Meira

Samfélagssáttmáli

Almannavarnir og Embætti landlæknis hafa gefið út samfélagssáttmála. Í honum er minnt er á að framhald á góðum árangri gegn COVID-19 kórónavírusnum er í okkar höndum. Einnig eru ítrekuð nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga til að verjast veirunni s.s. að þvo hendur og sótthreinsa og halda tveggja metra fjarlægð.
Meira

Telja að ferðaþjónustufyrirtækin sín komist í gegnum Covid-19 ástandið

Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi telja að þau muni komast í gegnum það ástand sem Covid-19 veirufaraldurinn hefur skapað og ætla að vera með opið hjá sér í sumar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Markaðsstofa Norðurlands gerði í byrjun maí. Meirihluti þeirra er að nýta úrræði ríkisstjórnarinnar, þar af eru flest þeirra að nýta hlutabótaleiðina.
Meira

Veðrabreytingar af og til og jafnvel él - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Þann 5. maí var haldinn nokkurs konar fjarfundur hjá Veðurklúbbi Dalbæjar og staðan tekin á síðasta spágildi og má segja að veðrið hafi orðið heldur betra en spámenn bjuggust við.
Meira

Áskorendaleikur skilaði knattspyrnudeildinni hálfri milljón

Eins og allir hafa orðið varir við hefur íþróttalíf í gjörvöllum heiminum legið á hliðinni vegna Covid ástandsins sem enn vofir yfir okkur. Hefur þetta haft mikil áhrif á rekstur íþróttafélaga sem brugðist hafa við á ýmsan hátt. Þá hefur stuðningsfólk lagt sín lóð á vogarskálarnar og m.a. hrundið af stað áskorendaleikjum á Facebook.
Meira

Rabb-a-babb 187: Kristín

Nafn: Kristín Guðmundsdóttir. Garðyrkjubóndi og garn-litari. Lærður vefhönnuður samt. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ahh.. horfi ekki á sjónvarp, er frekar í einhverju þáttaglápi. Friends anyone? Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Virðist vera með ósýnilegan en mjög powerful radar á hvar allt er að finna. Fólk flykkist að mér eins og mý að mykjuskán til að fá að njóta þessarar snilligáfu.
Meira

Mótmæla niðurskurði á fé til viðhalds varnargirðinga

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra sem haldinn var um fjarfundarbúnað miðvikudaginn 6. maí síðastliðinn var tekið til umræðu ástand sauðfjárveikivarnagirðinga í sveitarfélaginu.
Meira

Kalt í veðri næstu daga

Það er varla hægt að segja þessa dagana að „viðmjúk strjúki vangana vorgolan hlý" eins og segir í kvæðinu og hlýrabolir og stuttbuxur mega bíða þess inni í skáp að þeirra tími komi enn um sinn en treflar og lopapeysur koma áfram í góðar þarfir. Þó gæti tíðarfarið eitthvað farið að breytast til batnaðar í byrjun næstu viku ef spár rætast.
Meira

Kaupfélagið endurgreiðir

Tekin hefur verið ákvörðun um að dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, endurgreiði u.þ.b.17 milljóna króna stuðning sem Vinnumálastofnun hefur veitt vegna starfsfólks vinnslunnar á grundvelli hlutabótaleiðar. Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega.
Meira