Fréttir

Vantar fólk í stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn í Húsi frítímans í kvöld fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20:00. Núverandi stjórnarmeðlimir hafa gefið út að þeir láti af störfum og því vantar fólk til að manna nýja stjórn.
Meira

Vísindi og grautur - „Behavior-Smart Thinking for the Travel Industry”

Fjórða erindi vetrarins hjá ferðamáladeild Háskólans á Hólum í fyrirlestrarröðinni Vísindi og grautur verður haldið miðvikudaginn 10. febrúar næstkomandi kl: 13:00. Þar mun Milena S. Nikkolova, sérfræðingur í atferlishagfræði (behavior economics) og dosent við háskólann í Groningen í Hollandi fjalla um notkun „behaviour-smart thinking“ við ákvörðunartöku innan ferðamálafræðinnar. Hún er höfundur bókarinnar „Behavioral Economics for Turism“ sem kom út hjá Academic Press í október á síðasta ári.
Meira

Nýjar ræktunaraðferðir í grænmetisframleiðslu fá styrki

Lóðréttur landbúnaður með vatnsræktun, færanleg gróðurgöng og lengri uppskerutími gulróta með hitalögnum er á meðal nýrra ræktunaraðferða í garðyrkju sem fengu í gær ræktunarstyrki að upphæð 15 milljóna króna samtals. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði átta styrkjum til verkefna í dag.
Meira

Kyndilmessa boðar ekki gott - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ fyrir febrúar

Í gær klukkan 14 mættu átta til fundar í Veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík til að spá fyrir veðri febrúarmánaðar. Samkvæmt skeyti spámanna voru fundarmenn almennt nokkuð sáttir við síðustu spá þó svo það hafi orðið heldur meira úr veðri en gert var ráð fyrir. Tunglið sem nú er ríkjandi kviknaði 13. janúar í norðaustri en næsta tungl kviknar í vestri þann 11. febrúar og nefnist það Góu-tungl.
Meira

Gæti þurft að loka sundlauginni á Hvammstanga

Húnahornið segir af því að ef kuldatíðin sem verið hefur í Húnavatnssýslum haldi áfram gæti komið til þess að sundlauginni á Hvammstanga verði lokað tímabundið. Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra í fyrradag fór Benedikt Rafnsson veitustjóri yfir stöðuna á vatnsveitunni í sveitarfélaginu. Hann greindi m.a. frá því að notkun á heitu vatni hafi aukist mikið í kuldakastinu, sem hefur haft áhrif á notendur á Hvammstanga. Til að mæta aukinni heitavatnsnotkun hafi hitastigið í sundlauginni verið lækkað.
Meira

Tíu í framboði í póstkosningu Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

Tíu sækjast eftir því að komast á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2021 en póstkosning verður haldin dagana 16. febrúar - 13. mars nk. Þar verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins.
Meira

Markmiðið að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu

Á heimasíðu SSNV er sagt frá Hacking Norðurland sem er lausnamót sem fer fram dagana 15.-18. apríl 2021 á Norðurlandi. Unnið verður með sjálfbæra nýtingu auðlinda svæðisins með tilliti til matar, vatns og orku. Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Norðurlandi.
Meira

Héraðsvötnin brutu sér leið yfir varnargarð rétt framan Stokkhólma - Myndband

Betur fór en á horfðist er Héraðsvötn í Skagafirði fóru að flæða yfir varnargarð framan við Stokkhólma og ógnuðu bæði hrossum og byggingum. Brugðust ábúendur fljótt við og fengu verktaka til að fylla í skarðið svo ekki hlytist skaði af.
Meira

Af hverju?

Í Húnaþingi vestra hefur öflug leikstarfsemi verið við lýði aftur til fjórða áratug síðustu aldar. Voru starfandi tvö félög frá þeim tíma, sem síðari árin nefndust Leikflokkurinn á Hvammstanga og Leikdeild Ungmennafélagsins Grettis á Laugarbakka. Árið 2015 settu leikfélögin í samstarfi upp söngleikinn Súperstar og má segja að sú sýning hafi vakið verðskuldaða athygli langt út fyrir sýslumörkin. Árið 2017 setur Leikflokkurinn á Hvammstanga upp sýningu þar sem þátttakendur voru úr báðum félögunum og í framhaldinu var ákveðið að sameina félögin í Leikflokk Húnaþings vestra með heimilisfestu í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Meira

Fjölnet mun annast rekstur tölvukerfa NTÍ

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur valið Fjölnet til að annast rekstur tölvukerfa stofnunarinnar. Um er að ræða alrekstur tölvukerfa, úttektir og öryggismál ásamt þjónustu við starfsmenn. Samningurinn kemur í kjölfar útboðs NTÍ í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið.
Meira