Fréttir

Þrjú stór mál sem þarf að ræða

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, segir í viðtali á N4 mikilvægt að samgöngumál, umhverfismál og atvinnumál með áherslu á nýsköpun verði áberandi í umræðunni í aðdraganda væntanlegra alþingiskosninga í haust. Unnur segir að þörf sé á stórauknum stuðningi af hálfu ríkisvaldsins til að styrkja átak sveitarfélaganna á starfssvæði samtakanna, svo sem á formi uppbyggingar innviða og ívilnana. 
Meira

Nýr snjótroðari afhentur formlega

Skíðasvæðinu í Tindastóli barst öflugur liðsauki síðastliðinn mánudag þegar nýr snjótroðari var afhentur formlega. Það var Viggó Jónsson frá fyrirtækinu Rafstillingu ehf. sem afhenti sveitarstjórn nýja troðarann og var það Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem tók við lyklunum.
Meira

Vilko og Náttúrusmiðjan kaupa Prótís af Kaupfélagi Skagfirðinga

Vilko ehf. á Blönduósi og Náttúrusmiðjan ehf. hafa keypt allt hlutafé í íslenska líftæknifyrirtækinu Prótis sem hefur verið í eigu Kaupfélags Skagfirðinga frá upphafi. Í tengslum við viðskiptin verður Kaupfélag Skagfirðinga fimmtungshluthafi í Vilko ehf. Eitt af markmiðum þessara viðskipta er að auka samstarf milli aðila.
Meira

Bryndís Rut Haraldsdóttir í Varmahlíð er Maður ársins 2020 á Norðurlandi vestra

Líkt og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Blaðinu bárust sjö tilnefningar og gafst lesendum kostur á að velja milli þeirra. Þátttaka var góð og varð niðurstaðan sú að Bryndís Rut Haraldsdóttir í Varmahlíð hlaut flest atkvæðin í kosningunni. Bryndís er fyrirliði kvennaliðs Tindastóls sem sigraði Lengjudeild kvenna með miklum glæsibrag í sumar. Þar fór Bryndís fyrir sínu liði í hjarta varnarinnar sem fékk aðeins á sig sjö mörk í 17 leikjum. Í tilnefningu sem blaðinu barst segir meðal annars að Bryndís Rut hafi verið jákvæð og hugrökk, stjórnað sínu liði með góðu fordæmi og talanda og vart stigið feilspor á vellinum. „Hún er fyrsti fyrirliði knattspyrnuliðs í sögu Tindastóls sem leiðir lið sitt upp í efstu deild.“
Meira

Fjöldi námskeiða á vorönn Farskólans

Fjöldi spennandi námskeiða verða í boði hjá Farskólanum á vorönn. Meðal þeirra eru tólf vefnámskeið sem félagsmönnum stéttarfélaganna Öldunnar, Samstöðu, Kjalar, Sameykis og Verslunarmannafélags Skagafjarðar stendur til boða að sækja, sér að kostnaðarlausu.
Meira

Brunavarnir Húnaþings vestra auglýsa starf slökkviliðsstjóra

Starf slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Húnaþings vestra hefur verið auglýst laust til umsóknar. Meðal verkefna slökkviliðsstjóra eru daglegur rekstur slökkviliðs, fræðsla og þjálfun slökkviliðsmanna, dagleg umhirða og minniháttar viðhald búnaðar, ásamt eldvarnareftirliti á starfsvæði Brunavarna Húnaþings vestra og öðru því sem til fellur innan starfssviðs samkvæmt lögum og reglugerðum sem við eiga.
Meira

Íbúum Norðurlands vestra fjölgar um 1%

Íbúar Norðurlands vestra voru 7.398 samkvæmt tölum þjóðskrár um íbúafjölda eftir sveitarfélögum þann 1. janúar síðastliðinn og hefur þeim fjölgað um 71 frá 1. desember 2019 þegar þeir voru 7.327 talsins. Fjölmennasta sveitarfélagið á svæðinu er Sveitarfélagið Skagafjörður með 4.084 íbúa en Skagabyggð er fámennust með 92 íbúa þann 1. janúar síðastliðinn. Íbúum fækkaði í einu sveitarfélagi, Skagaströnd þar sem þremur færri bjuggu nú en fyrir rúmu ári síðan.
Meira

Gera fýsileikakönnun um almenningssamgöngur á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hafa gert með sér samstarfssamning um vinnu við að kanna fýsileika þess að koma á fót almenningssamgöngum á vinnusóknarsvæðum á Norðurlandi vestra. SSNV hlutu í haust styrk úr A-10 lið í byggðaáætlun - Almenningssamgöngur um land allt, sem nemur 2.9 milljónum króna til að vinna könnunina en áætlað er að niðurstaða liggi fyrir í lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs. 
Meira

Eldur í Félagsheimilinu á Hvammstanga

Talsverðar skemmdir urðu á húsnæði því er hýsir dreifnám Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Hvammstanga þegar eldur kom upp í félagsheimilinu rétt fyrir miðnætti þann 2. janúar síðastliðinn. Tilkynning um eldinn barst slökkviliðinu klukkan 23:55. Tilkynnt var um eld utandyra í ruslatunnu undir svölum félagsheimilisins en þegar komið var á staðinn hafði eldurinn læst sig í húsnæði dreifnámsins.
Meira

Bannað að selja plastburðarpoka

Reglur sem banna afhendingu plastburðarpoka í verslunum, hvort sem er gegn endurgjaldi eða ekki, tóku gildi nú um áramót. Bannið tekur jafnt til þunnu, glæru grænmetispokanna og innkaupaburðarpokanna en nær ekki yfir plastpoka sem eru seldir í rúllum í hillum verslana. Til þess að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðrar tegundir poka eru einnota burðarpokar úr öðrum efniviði en plasti gjaldskyldir.
Meira