Fréttir

Nesnúpur með lægsta tilboð í viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra

Nesnúpur ehf. var með lægsta tilboð í uppsteypu viðbyggingar Grunnskóla Húnaþings vestra en opnun tilboða fór fram föstudaginn 24. apríl sl. í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Að sögn Björns Bjarnason, rekstrarstjóra umhverfissviðs sveitarfélagsins,standa viðræður við lægstbjóðanda yfir og verið að útvega frekari gögn.
Meira

„Mér finnst gaman að hjálpa þessu liði að ná eins langt og mögulegt er“

Feykir sagði frá því í síðustu viku að von væri á bandarísku stúlkunum þremur, sem spila með liði Tindastóls í sumar, til landsins. Það stóð heima og þær Murielle Tiernan, Jackie Altschuld og Amber Michel eru mættar á Krókinn og komnar í sóttkví. Við fengum Mur til að svara nokkrum spurningum af þessu tilefni.
Meira

Nýr og ferskur Feykir kominn út

Nýr Feykir vikunnar hefur litið dagsins ljós en þar má finna ýmislegt gagnlegt og gott. Til að mynda er viðtal við Sigurð Guðjónsson, gjarnan kenndur við Sjávarborg í Skagafirði, en hann lét af störfum eftir 43 ára starf hjá KS og tengdum fyrirtækjum nú um mánaðamótin. Merkilegt þykir að þrír ættliðir náðu að vinna saman á Vélaverkstæðinu en þeir feðgar Þorgeir sonur Sigga og Jóhann Þór sonarsonur unnu með honum sl. ár.
Meira

Íslendingar hvattir til að ferðast innanlands

Ferðamálastofa stendur í sumar fyrir átaki til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og kaupa vörur og þjónustu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Áhersla verður á kynningu á net- og samfélagsmiðlum og verður umferð beint inn á vefinn ferdalag.is en þar verður hægt að nálgast nánari upplýsingar um fjölbreytta ferðaþjónustu um allt land.
Meira

REKO afhendingar á Blönduósi og Sauðárkróki

REKO afhendingar verða á Blönduósi og Sauðákróki á morgun, fimmtudaginn 7. maí, en þar geta neytendur pantað vörur milliliðalaust frá hinum ýmsu framleiðendum á svæðinu. Markmiðin með REKO eru m.a. að koma upp sölu- og dreifingarkerfi sem sparar tíma og peninga, að auka viðskipti með vörur úr héraði og efla nærsamfélagsneyslu og gera matarhandverki og heimavinnslu hærra undir höfði.
Meira

Sjóðir sem frumkvöðlum stendur til boða að sækja í

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, hafa birt á vef sínum yfirlit yfir ýmsa sjóði sem standa frumkvöðlum til boða fyrir hin ýmsu verkefni. Í flestum þeirra er auglýst eftir umsóknum einu sinni á ári og fellur það yfirleitt á sama tímabili á hverju ári.
Meira

Góð gjöf til leikskólans Birkilundar

Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps færði nýverið leikskólanum Birkilundi í Varmahlíð leikföng að verðmæti 100 þúsund krónur að gjöf í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Er þar um að ræða dráttarvélar með ámoksturstæki og kerru, Legófólk og Legóhjólasett. Einnig er veglegt dýrahús ásamt hóp af húsdýrum. Þessum leikföngum verður skipt niður á deildirnar og ekki vafi á að það verður vel nýtt í framtíðinni.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir umsóknum um styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði sveitarfélagsins. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Honum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.
Meira

Aðalfundur Tindastóls

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar mánudaginn 18. maí klukkan 17:00 í Húsi frítímans.
Meira

Tilslakanir vegna Covid19

Covid19 veirusýkingin sem geisað hefur hér á landi síðastliðna mánuði er nú á hraðri niðurleið. Enn höfum við þó ekki náð fullum sigri á faraldrinum, þar sem enn greinast ný smit og töluverður fjöldi fólks er enn í einangrun. Hér á Norðurlandi vestra urðum við vel vör við sjúkdóminn þar sem að 35 einstaklingar veiktust, sem allir hafa náð bata. Það má þakka skjótum viðbrögðum og mikilli samstöðu íbúa að ekki kom til aukinnar útbreiðslu sjúkdómsins.
Meira