Gamli góði Hólavegurinn.- Hinir brottflognu

Bubbi kóngur

Hver er maðurinn? Björn Jóhann Björnsson

Hverra manna ertu ? Kominn af bæði handanvatnamönnum og héraðshöfðingjum, foreldrar eru Björn Guðnason frá Hofsósi (d. 1992) og Margrét Guðvinsdóttir frá Stóru-Seylu.

Árgangur? 1967

Hvar elur þú manninn í dag ? Hlíðarotta í Reykjavík í bráðum 20 ár.

Fjölskylduhagir? Kvæntur Eddu Traustadóttur hjúkrunarfræðingi, eigum tvö börn.

Afkomendur? Aron Trausti, f. 1995, og Tinna Birna, f. 2000.

Helstu áhugamál? Golf, Liverpool, fjölmiðlun, lestur góðra bóka og ferðalög.

Við hvað starfar þú? Blaðamaður og vaktstjóri á Morgunblaðinu.

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

Heima er ......alltaf gamli góði Hólavegurinn.

Það er gaman......að hafa ekki átt hlutabréf og bara skuldir, sem vonandi verða afskrifaðar...

Ég man þá daga er.......útrásin stóð sem hæst og allir áttu nóg af peningum, eða það héldu amk allir...

Ein gömul og góð sönn saga......... Norðurlandsmót í knattspyrnu á Dalvík á árum áður (líklegast í 4. flokki) er mér um margt minnisstætt, m.a. fyrir tvennt. Annað var þegar Himmi Valla, þá einn besti markvörður norðan heiða, hellti sér yfir undirritaðan fyrir slælega vörn í hornspyrnu í einum stórleik. Hann hafði sitthvað til sín máls, því ég gekk frá markstönginni er mér sýndist slök hornspyrna mótherjans á leið aftur fyrir. Kom boltinn skoppandi eftir grófum malarvellinum en hann breytti víst um stefnu á lokasprettinum og rann hægt og hljótt inn í markið, Himma og mér til ævarandi armæðu.
   Á sama fótboltamóti hafði Eyjólfur nokkur Sverrisson draumfarir svo miklar að hann talaði upp úr svefni. Ég vaknaði upp við það, við hlið hans í svefnpokaplássinu í íþróttasalnum, að Jolli umlaði í sífellu “skítur á stjórnborða, skítur á stjórnborða”. Litlu skipti þó reynt væri að vekja drenginn þarna um miðja nótt, svo fast svaf hann. Draumfræðin segja okkur að það að dreyma skít sé ávísun á auðævi, en það að skítur sé á stjórnborða er mönnum enn hulin ráðgáta!

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Rifjaðu nú upp með mér… af hverju varstu aftur kallaður Bubbi kóngur?

Svar.......... Það fennir í sporin en ef ég man þetta rétt þá hafði ég ótvíræða forystuhæfileika og vel vaxinn á alla kanta, ekki ósvipað og Davíð Oddsson. Eini munurinn á okkur er að hann hefur þorað að sýna þessa hæfileika, en ég til allrar hamingju ekki...

Hvern villt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

Nafn....... Hólmar Ástvaldsson.
 
Spurningin er............... Ef þú værir enn í hringiðu viðskiptalífsins í Bandaríkjunum, væri Wall Street þá nokkuð hrunið?!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir