Við Geitarskarð ætlaði allt uppúr að sjóða

 Hver er maðurinn?

 

Stefán Vagn Stefánsson

 

Hverra manna ertu ?

 

Sonur Stebba Dýllu og Sigríðar Hrafnhildar Stefánsdóttur (Vagnssonar frá Hjaltastöðum)

 

Árgangur?

 

1972

 

Hvar elur þú manninn í dag ?

 

Ég var brottfloginn en er það ekki lengur og undrast að vera í þessum dagskrálið þar sem ég bý á Króknum (ca 138m frá Nýprennt)

 

Fjölskylduhagir?

 

Hef verið í staðfestri sambúð síðan 2. desember 1995 með Hrafnhildi Guðjónsdóttur.

 

Afkomendur?

 

Börnin eru þrjú, Sara líf (15 ára) Atli Dagur (9 ára) og Sigríður Hrafnhildur (1 árs)

 

Helstu áhugamál?

 

 þjóðmál af ýmsum toga, fréttir Fótbolti  og nú nýverið körfubolti.

 

Við hvað starfar þú?

 

Yfirlögregluþjónn í Skagafirði.

 

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

 

Heima er .....................þar sem fjölskyldan er

 

Það er gaman.........................heima

 

Ég man þá daga er........................búningsaðstaða knattspyrnumanna á Sauðárkróki var undir sundlauginni og oftar en ekki var meiri jarðvegur inni í klefunum en fyrir utan. Eftir æfingar gengu menn yfir Skagfirðingabraut og fengu sér litla kók í gleri og prins póló á Bláfell og allir fóru áænægðir heim.

 

 

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  hver er besta sagan sem þú kannt af Inga Þór?

 

 

 

Svar............Bestu sögurnar af Inga Þór eru ekki prennthæfar í svona virðulegan fjölmiðil en þessi er ágæt.  Eitthvert kvöldið (sennilega laugardagskvöld) vorum ég, Ingi, Smári og Hilmar Hilmarsson sem nú er orðinn virðulegur doktor í Reykjavík, á leið á dansleik á Blönduósi. Ingi og Smári sátu hlið við hlið aftur í og ekki leið á löngu, sennilega einhverstaðar í kringum Varmahlíð að Smári byrjar að “djöflast” í Inga Þór. Umræðuefnið var að allann kraft vanntaði í Inga og að skot og sendingar frá honum væru algerlega kraftlausar og að hann væri heppinn ef hann kæmi boltanum heilan hring. (en á þessum tíma vorum við allir að spila með fótbolta Tindastól). Magnaðist árgeiningurinn eftir því sem leið á ferðina og þvertók Ingi fyrir að geta ekki sparkað almennilega í bolta og var orðinn verulega pirraður við Smára sem skemmti sér konunglega. Við Geitarskarð ættlaði allt uppúr að sjóða en með lægni var hægt að lempa ástandið þar til við komum á Blönduós. Í þann veginn sem við erum að leggja bílnum við félagsheimilið á Blönduósi segir Smári við Inga að hann sé svo mikill ræfill  að hann geti öruglega ekki  sparkað skónum sínum upp á þak félagsheimilisins. Ingi ríkur út úr bíllum, lítur á okkur og segir: ég skla nú bara sína þér það góði minn, og tekur þetta líka rosalega spark í átt að félagsheimilinu, skórinn flaug af fætinum og endaði upp á miðju þaki við mikinn fögnuð nærstaddra. Fólk sem á þetta horfði dáðist af skotkrafti þessa unga Skagfirðings sem heldur betur náði að þagga niður í Smára, en þurfti í staðinn að dansa einskóa það sem eftir lifði nætur.

 

Hvern villt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

 

Nafn.............Þórhallur Ásmundsson

 

Spurningin er..................hvað getur þú ímyndað þér að þú sért búinn að spila marga fótboltaleiki um æfina og með hvað mörgum liðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir