Allt annað en allt annað en...

Herra Hundfúlum finnst grátbroslegar athugasemdirnar sem eru áberandi í umræðunni um byggingu álvers í Skagabyggð. Flestar eru á þann veg að allt sé betra en álver og það sé um nóg annað að velja fyrir íbúa á Norðurlandi vestra. – Undir lok síðasta árs lak skýrsla sérstakrar landshlutanefndar ríkisstjórnarinnar í fjölmiðla, með fjölmörgum tillögum um flutning starfa til Norðurlands vestra. Niðurstaðan, eftir orrahríð í fjölmiðlum, var sú að flestum utan landshlutans þóttu tillögurnar alveg ómögulegar, ef ekki forkastanlegar. – Ef það er svona lítið mál að byggja upp atvinnulíf á svæðinu þá ætti fólkið sem heldur því fram að láta hendur standa fram úr ermum og sýna það í verki. Það eru allir velkomnir til góðra starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir