Bannað að klappa!

Herra Hundfúll las í fréttum að einhver hópur leikara við atvinnuleikhúsin væri með móral yfir því að fólk væri að klappa fyrir þeim að loknum sýningum. Þetta væri jú vinnan þeirra og alla jafna væri fólk ekki að klappa fyrir afgreiðslufólki í Bónusi eða gjaldkeranum í bankanum og þar fram eftir götunum.

Hundfúll á nú ekki til orð yfir þessari vitleysu. Að sjálfsögðu er ekkert sem bannar það að klappa fyrir afgreiðslumanni. En ef listafólkið áttar sig ekki á muninum á því að setja upp sjó eða annarri þjónustu þá er nú fokið í flest skjól. Það væri ansi snautlegt ef ekki mætti klappa fyrir Guðbrandi að loknum tónleikum eða leiksýningu. „Abbababb, ekki væri með þessi læti góði, hann var bara að vinna vinnuna sína!“

Að sjálfsögðu klappar Hundfúll fyrir því sem vel er gert og þakkar afgreiðslumanni fyrir aðstoðina. En það væri kannski fulllangt gengið að standa fyrir framan hann og klappa fyrir honum – nema maður vilji fá gott kjaftshögg að launum. Það er nefnilega stund og staður...

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir