Ekki alltaf einfalt að láta dæluna ganga

Víðast hvar hefur sú þjónusta að fá bensíni dælt á bílinn sinn verið aflögð og er Herra Hundfúll nú loksins að komast upp á lagið með þessa íþrótt. Eitt er að geta dælt á bíl en annað að eiga við þessa sjálfsala.

Maður þarf að snúa kortinu rétt, finna raufina eða skannann, muna pinnið og átta sig á því hvort maður á að slá tölurnar á takkaborðið eða á snertiskjáinn. Þetta er kannski ekki flókið og ætti ekki að vefjast fyrir neinum árum saman og jújú, Hundfúll er búinn að ná þessu. - En eitt er óþolandi leiðinlegt við sjálfsalana; skjáirnir sem þarf að lesa á virðast mestan part dags snúa að sólinni og því varla nokkur möguleiki að sjá hvað stendur á þeim og þá vandast nú málið með innsláttinn og úttektina. Ef menn eru undir meðalhæð þarf jafnvel að grípa til undarlegra aðfara til að reyna að varpa skugga á skjáina svo hægt sé að lesa á þá. Spurning að bjóða upp á sólhlífar á bensínstöðvunum, það gæti hjálpað... en þá þyrfti örugglega að hækka bensínið!?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir