Það er bilað!

Herra Hundfúll er nú örugglega ekki einn um halda að veðrið sé eitthvað bilað núna í vetur. Það er endalaust flökt á þessu batteríi; einn daginn kyngir niður snjó, þann næsta fýkur hann í skafla og síðan rignir með slíkum eindæmum að það má sterklega reikna með að senn fari að grænka. Það hefur hvarflað að Hr. Hundfúlum að það sé tenging á milli heljarstökka í veðrinu og auglýstri dagskrá á Skíðasvæði Tindastóls því það virðist vera nokkuð víst að ef stefnt er að hátíðum eða opnunum á skíðasvæðinu þá kemur Kári að sunnan og snjórinn hverfur í roki og rigningu. – En að sjálfsögðu hlýtur öll rigningarél að stytta upp um síðir, það er að minnsta kosti gert ráð fyrir einhverri snjókomu í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir